Tímabundin lína hönnuð í samstarfi við finnska hönnunarmerkið Marimekko. BASTUA sækir sér innblástur til náttúrunnar og ritúala í finnskum sánum. Húsgögn, gler- og vefnaðarvörur með áberandi mynstri sem draga fram einfaldleika og fegurð norrænnar náttúru.

Draumkennd mynstur sem kvikna út frá norrænum sánum

Áberandi og litríkir kímonóar skarta rabarbörum sem vaxa oft nálægt sánakofum í Finnlandi og breiðar rendur minna á rimla sem liggja saman á sánabekkjum.

„Mynstrið á BASTUA línunni sækir sér innblástur til risastórra rabarbaralaufa sem vaxa stundum í grennd við sánakofa í Finnlandi.“

Maija Louekari, hönnuður hjá Marimekko

„Þegar ég hannaði BASTUA glasið var ég með skandinavísk sumarkvöld við kristaltær vötn fyrir hugskotssjónum. Óreglulegt mynstrið brýtur niður ljósgeisla sem falla á glerið“

Henrik Preutz, hönnuður hjá IKEA

 

Einföld hönnun sem færir þér hugarró

„Norræn húsgagnahönnun einkennist af stílhreinum línum og einfaldri smíði sem leggur áherslu á notagildi.“ Segir Mikael Axelsson, hönnuður hjá IKEA. Húsgögnin í línunni heiðra gamla húsgagnahefð með gegnheilu birki og einfaldri og gríðarlega fallegri hönnun.

Lukt sem endurkastar töfrum miðnætursólarinnar

Færðu heimilinu draumkenndan ljóma með BASTUA LED luktinni. Samsetning af ljósu birki, hríspappír og mjúkri birtu skapar minimalískt og róandi andrúmsloft sem kemur slökunarrútínunni af stað.

Glaðlegar ferðavörur fyrir hversdagsleg ævintýri

Vinsæli FRAKTA pokinn er nánast óþekkjanlegur í nýrri útgáfu með litríkum myndum á borð við risastór rabarbaralauf. Myndirnar á vatnsflöskunni spretta út frá „löyly“ – töfrandi blómamynstri sem gufa myndar þegar vatni er skvett á heitan sánaofn.

„Vottur af norrænni hamingju, án þess að þurfa að fara í sánu.“

Maija Louekari, hönnuður hjá Marimekko

 

0 selected
Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X