Okkar stefna er að hafa gott vöruúrval, að vörurnar séu framleiddar með umhyggju fyrir fólki og jörðinni og að þær séu á góðu verði. Þess vegna höfum við hannað hágæða EGENTID telínu úr heilum laufum. EGENTID products are sustainable and have either UTZ or a combination of UTZ/UEBT certifications, and some of them are also organically grown according to EU standards.

 

Góð leið til að gera hlé á annríki dagsins, slaka á og hreinsa hugann er að fá sér te, sem er ástæðan fyrir því að lína er kölluð EGENTID – sænskt orð sem þýðir „tími fyrir mig“. EGENTID telínan samanstendur af svörtu tei, grænu tei, hvítu tei, rauðrunnatei, chai-tei og ávaxta og jurtatei. Sumar tegundirnar eru í pokum, aðrar eru lausar og þá þarf að nota tesíu. Allar tegundirnar eru 100% náttúrulegar.

 

UTZ/UEBT-vottunin þýðir að þú getur treyst því að telaufin og jurtirnar eru ræktaðar á ábyrgan og sjálfbæran hátt og að bændurnir starfi við góðar aðstæður.

Teframleiðsla fyrir betri morgundag

Í lífrænni ræktun felst engin notkun á eiturefnum, áburði eða öðrum ónáttúrulegum efnum. Það verndar líffræðilegan fjölbreytileika og jarðveginn.

 

Með UTZ-vottuninni læra teframleiðendur nýja tækni til að bæta akrana og gæði uppskerunnar, vernda starfsfólk sitt og umhverfið og síðast en ekki síst afla stöðugra tekna. Árið 2015, þróuðu UTZ og the Union for Ethical BioTrade (UEBT) nýtt prógramm fyrir jurta og ávaxtate. UEBT-vottunin tryggir að hráefni er ræktað með virðingu fyrir fólki og jörðinni.

IKEA og UTZ hafa verið í samvinnu síðan árið 2008 og þá var fyrsta vottaða kaffið kynnt. Síðan þá hefur samstarfið dýpkað og stækkað. Í dag fæst UTZ-vottað kaffi, súkkulaði og te í verslunum IKEA.
Einstaka, náttúrulega bragðið af EGENTID teinu gerir þessa stund í ró og næði með teinu einstaka. Það er einnig hægt að nota teið til að bragðbæta drykk, ávaxtaeftirrétt eða jafnvel sem krydd á lax.

Aftur efst
+
X