Þegar rýmið er lítið er mikilvægt að vera með hentugar hirslur og húsgögn sem sinni fleiru en einu hlutverki. Sama hversu lítil íbúðin er þá er alltaf pláss fyrir stíl.

Hirsla sniðin að þér

Í stúdíóíbúð er mikilvægt að hafa hirslur sem auðvelt er að sníða að litlu rými. Festu upp skápa og hillur, hátt og lágt, fyrir geymsluplássið sem þú þarfnast.


Tjáðu þig með púðum

Þegar þú hefur breytt rúminu í sófa getur þú bætt við nokkrum púðum til að fullkomna útlitið. Blanda af ólíkum litum, mynstrum, doppum og röndum geta fært sófanum áhrifamikið yfirbragð.


Hinar ýmsu hliðar borða

Í litlu rými er hentugt að hafa nokkur lítil borð sem nýtast í mismunandi tilgangi. Sófaborð, spilaborð eða morgunverðarborð? Þú getur jafnvel sett þau saman fyrir lautarferð á teppinu með góðum vinum.


Spegill fyrir auka vídd

Stór spegill lætur rýmið virka stærra – hann bæði speglar rýmið og endurkastar birtu. Með rétta rammanum getur hann einnig fegrað herbergið.


Úr sófa í rúm í sófa í rúm í sófa

Stækkanlegt sófarúm sem breytist auðveldlega í rúm fyrir einn – eða jafnvel tvo – er algjör bjargvættur í lítilli íbúð. Eftir endurnærandi nótt felur þú sængur og kodda í skúffunni fyrir neðan og voilà, sófinn er klár!


Borða, vinna og leika

Borð sem hversdagslífið snýst í kringum getur verið glæsilegt í stíl við rýmið. Felliborð með skúffu hentar afar vel í lítil rými.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X