Börn ná betri hvíld með góðum og heilbrigðum svefnvenjum sem auðvelda þeim að sofna. Langt kúr, hlýtt bað, góð bók eða tónlist – börn hafa sínar leiðir til að róa sig niður fyrir háttinn.

Mjúk birta frá mjúkdýri

Ljómandi og notalegur vinur er góður félagsskapur í sögustund – og á nóttinni. Þetta litla næturljós fælir í burtu skrímsli og laðar að góða drauma.


Öruggt athvarf

Mikilvægt skref í þroska barna er að sofa í eigin rúmi. Fljótlega verður öruggt og notalegt rimlarúm að eftirlætisstað barnsins. Það tekur bara smá aðlögunartíma.


Ró með óróa

Litríkur órói er kunnugleg og róandi sýn á meðan barnið sofnar blíðlega. Um leið og það opnar augun færir hann barninu skemmtun í nokkur dýrmæt augnablik.


Umvafið gæðum

Handklæði með hettu úr 100% bómull af sjálfbærari uppruna heldur hita á barninu eftir kvöldbaðið.


Dragðu fyrir og dragðu úr birtunni

Myrkvunargardínan er besti vinur þinn þegar kemur að svefni. Birta dregur úr framleiðslu á melatóníni, hormóni sem stuðlar að svefni, og því er erfiðara að sofna og halda svefni.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X