Uppfærðu baðherbergið með litlum kostnaði

Það þarf ekki að vera kostnaðarsamt að veita baðherberginu yfirhalningu þó í henni felist innrétting, lýsing, handklæði og baðfylgihlutir. Þú getur fengið það sem þig vantar á góðu verði og komið því öllu fyrir þó svo að rýmið sé af skornum skammti.

Góð nýting í fullkomnu samræmi

Bættu við aukaeiningum á borð við hillueiningu, hjólavagn og veggfest ílát til að fullnýta lítið rými. Veldu hvítt til að færa rýminu fallegt og snyrtilegt heildarútlit.

Tímavörður á baðherberginu

Nokkrir baðfylgihlutir setja punktinn yfir i-ið – en þessi sniðuga klukka/hitamælir/vekjari/tímastillir gerir jafnvel meira en það. Hún auðveldar þér að halda utan um tímann sem þú notar í sturtu og að tannbursta tennurnar svo þú getir sparað vatn, orku og pening.

Sláandi nýting á plássi

Það er hægt að nýta veggplássið fyrir alls kyns hluti, án þess að það verði yfirþyrmandi. Snagar og slár koma sér vel fyrir handklæðin og halda baðherberginu snyrtilegu.

Kröftugur sparnaður

Frábær sparnaðarleið er að skipta um sturtuhaus. Sama hver verður fyrir valinu úr úrvalinu okkar getur þú verið fullviss um að hann er orku- og vatnssparandi – án þess að það hafi nokkur áhrif á vatnsflæðið.

Hjólavagn sem smellpassar

Hjólavagnar eru stórsniðugir þar sem þú getur alltaf rúllað þeim þangað sem þú þarft að nota þá. Nettir hjólavagnar eru jafnvel enn sniðugri þar sem þú getur komið þeim fyrir í litlu plássi sem erfitt er að nýta og skapað þannig handhæga hirslu.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X