Markmið jafnlaunastefnu IKEA á Íslandi er að tryggja launajafnrétti innan fyrirtækisins fyrir tilstillan jafnlaunakerfis. IKEA á Íslandi skuldbindur sig til að greiða jöfn laun og sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu og jafnverðmæt störf óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum. Jafnlaunastefnan og framkvæmd hennar er hluti af jafnréttisáætlun fyrirtækisins. Allir stjórnendur fyrirtækisins skuldbinda sig að framfylgja henni en endanleg ábyrgð liggur hjá mannauðsstjóra fyrirtækisins.
Jafnlaunastefnan er unnin samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85 og fylgir viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.

 

IKEA á Íslandi skuldbindur sig til að:

  • Viðhalda og skjalfesta vottuðu jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85

  • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru og áhrif hafa á jafnlaunakerfið og staðfesta árlega að þeim sé hlítt

  • Framkvæma launagreiningu árlega þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf

  • Bregðast við óútskýrðum launamun

  • Halda úti menntunar-og hæfnisskrá yfir starfsmenn fyrirtækisins

  • Framkvæma reglubundna innri úttekt á jafnlaunakerfi fyrirtækisins

  • Fá hlutlausan utanaðkomandi aðila til að framkvæma ytri rýni að minnsta kosti einu sinni á ári

  • Kynna jafnlaunastefnuna reglulega fyrir starfsfólki

  • Hafa jafnlaunastefnuna aðgengilega almenningi

  • Endurmeta stöðugt og betrumbæta jafnlaunakerfið í heild sinni

Jafnlaunastefnan nær til allra starfsmanna IKEA á Íslandi.
Samþykkt af framkvæmdastjóra 4.6.2019


Aftur efst
+
X