Áreiðanlega óútreiknanleg

Það má reikna með því að sambúð með börnum verði óútreiknanleg. Nýja IKEA Öruggara heimili appið hjálpar þér að vera skrefi á undan litla könnuðinum þínum. Útbúðu minnislista yfir öryggisráðstafanir sem byggðar eru á aldri barnsins. Kannaðu mismunandi herbergi heimilisins og fáðu einföld ráð um hvar þú getur aukið öryggið.

Það tekur bara nokkrar mínútur að gera heimilislífið öruggara. Leyfðu okkur að sýna þér hvernig best er að fara að.

Flest slys gerast inni á heimilinu en með aukinni þekkingu má koma í veg fyrir mörg þeirra. Náðu þér í IKEA Öruggara heimili appið og vertu skrefi á undan litla könnuðinum þínum.

Þú finnur það frítt á Google Play eða Apple App Store

Öruggara heimili

Börn eru forvitin og hafa þörf fyrir að kanna umheiminn til að þroska með sér hæfni fyrir lífið. Börn geta þó ekki komið auga á og forðast þær hættur sem fullorðnum þykja augljósar. Þau sjá hluti ekki með sömu augum og við. Í þeirra augum getur rúm verið trampólín, þvottavél er góður felustaður, kollur verður að stökkpalli, skrifborðsstóll að hringekju og eldhússkúffurnar að tröppum.


5 fljótleg öryggisráð

01

Eru bókahillur, fataskápar, kommóður og aðrar hirslur festar við vegg? Það er mjög mikilvægt jafnvel þótt þú metir það svo að húsgagnið muni ekki detta. Gættu öryggis og festu það.

02

Eru allar mottur á heimilinu með föstu eða lausu stömu undirlagi?

03

Er sjúkrakassi á heimilinu og veit heimilisfólkið hvar hann er? Gakktu líka úr skugga um að slökkvitæki og eldvarnarteppi séu á vísum stað og virki.

04

Eru reykskynjarar á heimilinu.

Ef já, eru rafhlöðurnar í lagi?

05

Til að tryggja öryggi ungbarnsins þarf að ganga úr skugga um að ungbarnarúm og matarstóll séu örugg og virki eins og ætlast er til. Athugaðu hvort á leikföngum séu litlir hlutir sem geti losnað og staðið í barninu, og gættu sérstaklega að augum á mjúkdýrum. Við daglega umönnun er svo mikilvægt að gæta fyllsta öryggis við bað og skiptiborð.


Svona vinnum við

Engin vara er undanskilin þegar öryggisprófanir eru annars vegar

Þegar við hönnum vörur fyrir börn reynum við að sjá þær eins og börnin sjá þær. Við vitum að þeirra heimur snýst um leik, hreyfingu, ímyndunarafl, afslöppun, svefn, næringu og vellíðan. Það er óhjákvæmilegt að stundum verði árekstrar sem fylgir kúla á enni og nokkur tár en alvarleg slys eru aldrei ásættanleg.

Þegar við prófum vörurnar okkar höfum við bæði í huga hvernig ætlast er til að varan sé notuð og líka hvernig mögulegt er að nota hana og þannig drögum við úr áhættu á slysum. Hver einasta vara gengur í gegnum strangt prófanaferli og hún er ekki sett í sölu fyrr en við erum fullviss um að hún sé örugg. Jafnvel eftir að vörurnar eru komnar í sölu höldum við áfram að meta þær og prófa reglulega og gerum úrbætur ef þörf krefur.


Vissir þú?

58%

58% meiðsla í Evrópu (allur aldur) sem krefjast spítalaheimsóknar gerast inni á heimilum fólks eða við tómstundaiðkun.

66%

Tveir þriðju allra meiðsla barna yngri en 9 ára í Evrópu sem krefjast meðhöndlunar á spítala gerast inni á heimilum fólks eða við tómstundaiðkun. Hjá börnum yngri en 4 ára er hlutfallið 77% og 80% hjá börnum yngri en 1 árs.


*Heimild: EuroSafe report (2012 – 2014) fyrir European Association for Injury Prevention and Safety Promotion

„Vertu skrefi á undan þroska barnsins þíns.“

Herdís, stofnandi miðstöðvar slysavarna barna á Íslandi

„Markmiðið er að gera frábærar og öruggar vörur fyrir viðskiptavini okkar.“

Marie Wendel-Svensson, laga- og staðlasérfræðingur hjá IKEA

Lærðu meira um öryggi

Náðu í nýja IKEA Öruggara heimili appið og vertu skrefi á undan litla könnuðinum þínum.

Appið er frítt á Google Play (Android) og Apple App Store (iOS).
 

Aftur efst
+
X