Hvers vegna er þetta kaffi svona sérstakt? Í fyrsta lagi þá er þetta ein tegund af hreinu kaffi sem kemur frá einum bónda og ekki búið að blanda því við aðra tegund. Allar baunirnar frá PÅTÅR eru gæðabaunir og ræktaðar á Nílarbökkum í Úganda. Þær eru einnig UTZ-vottaðar sem tryggir staðla sjálfbærrar ræktunar, góð skilyrði fyrir bændur og eru lífrænar samkvæmt EU-stöðlum. Þetta er ekki það eina.

 

IKEA varð hluti af samfélagsverkefni sem kaupir baunir beint frá 13.000 bændum. Þess vegna getum við nú boðið viðskiptavinum okkar 100% hreint arabískar kaffibaunir í sænskri matvöruverslun. Þetta er einstakt kaffi framleitt í samstarfi við smábændur sem veitir þeim stöðuga tekjulind og betri lífsskilyrði.

Gott kaffi með enn betra eftirbragði

Við hluta Nílar eru há og mikil fjöll og þar myndast fullkomin skilyrði fyrir arabísku baunirnar – jarðvegurinn og loftslagið gefur þeim einstakt bragð; sætt með góðri fyllingu og örlítinn keim af súkkulaði og vanillu. Berin eru handtýnd af mikilli gaumgæfni, flokkuð, þvegin og þurrkuð áður en baunirnar innan úr þeim eru teknar úr og brenndar.

 

Úganda er eitt af stærstu kaffiútflutningslöndum Afríku, samt sem áður er meðalstærð kaffiræktunarsvæðis á við hálfan fótboltavöll. Með því að styðja við heimamenn leggur IKEA sitt af mörkum til veita smábændum og fjölskyldum þeirra byr undir báða vængi. Við erum ánægð og stolt af sérstaki útgáfu PÅTÅR - nýjasta meðlim PÅTÅR kaffifjölskyldunnar.

Sérstök útgáfa PÅTÅR er hágæða kaffi þar sem baunirnar eru miðlungsristaðar og er útkoman kaffi með góðri fyllingu og keim af vanillu og súkkulaði.

Samstarf þar sem allir vinna

Til að stuðla að efnahagslegu sjálfstæði kaffbænda í Úganda, hafa IKEA og Ahold, einn af kaffibirgjum IKEA, orðið hluti af félagslegu atvinnuverkefni á svæðinu sem er leitt af Kawacom.

 

„Náið samstarf með birgjum frá baunum að bolla er lykillinn að velgengni, segir Henrik Ringdahl, vöruþróunarstjóri hjá IKEA. Þetta er samstarf þar sem allir sigra – Ahold, Kawacom og bændurnir selja kaffið sitt í verslunum IKEA um allan heim og við fáum hágæða kaffi fyrir viðskiptavini okkar.“

Efnahagsleg valdefling - núna og í framtíðinni

Kaffibaunirnar eru keyptar beint frá bændum, sem þýðir að þeir geta fengið stærri hluta af ágóðanum. Langtímasamningar hafa verið gerðir sem tryggja að uppskeran verði keypt sem hefur í för með sér fjármálastöðugleika.

 

Annar mikilvægur þáttur í efnahagslegri valdeflingu er jafnrétti kynjanna. Konur eru hvattar til að starfa á öllum sviðum starfseminnar. Menntun er nauðsynleg til að tryggja efnahagslegt vald í framtíðinni. Þetta framtak hefur haft í för með sér að nú sækir meirihluti barna bændanna skóla, því nú er hægt að greiða skólagjöldin.

Jafnrétti kynjanna er mikilvægur þáttur í efnahagslegri eflingu. Um það bil þriðjungur starfsfólksins eru konur.

Val þitt á kaffi skiptir sköpum

Eins og allar vörur úr PÅTÅR línunni er sérstök útgáfa Úganda kaffisins einnig UTZ-vottuð sem tryggir hærri ávöxtun, stöðugar tekjur og betri aðstöðu fyrir bændurna. Það er einnig lífrænt samkvæmt ESB-stöðlum, sem vernda umhverfið og náttúrulegar auðlindir eins og vatn, jarðveg og andrúmsloft.

 

Þú getur rakið uppruna kaffisins og lært mikið um plantekrurnar þar sem baunir eru ræktaðar á vefsíðunni utz.org/IKEA. utz.org/IKEA


Aftur efst
+
X