JÄTTELIK
Sængurverasett,
150x200/50x60 cm, Grameðla/Nashyrningseðla/gult

4.290,-

3.990,-

Nýtt lægra verð


Magn: - +
JÄTTELIK
JÄTTELIK

JÄTTELIK

4.290,-
3.990,-
Vefverslun: Til á lager
Þorir þú að sofa með grameðlu og nashyrningseðlu? Kannski þegar þú kemst að því að myndirnar eru prentaðar á mjúkt sængurverið með tækni sem notar minna af vatni en hefðbundin áprentun.
JÄTTELIK sængurverasett

Hvers vegna elska börn risaeðlur?

JÄTTELIK hentar öllum litlum risaeðluunnendum. Þeim sem geta auðveldlega rekið okkur fullorðna fólkið á gat með staðreyndum um matarvenjur grameðlunnar og geta sagt þér að snareðlan gat hlaupið á 50 km hraða á klukkustund. En hvað er það við risaeðlur sem heillar sum börn? Hvað fær þau til að leggja svona mikið magn af staðreyndum á minnið – í viðbót við löngu nöfnin? Við fengum hjálp sérfræðings til að skilja það betur.

Lina Bodestad er barnasálfræðingur. Hún telur að það sé þessi blanda af raunveruleika og ævintýrum sem gera þessi fornsögulegu dýr svona heillandi. „Risaeðlur líkjast dýrum og því ná börnin að tengjast þeim, en þær ýta líka undir ímyndunaraflið með sínum ævintýralega ljóma. Eins og þær sem geta flogið eins og dreki eða að þær sem eru með beittar skrímslatennur. Þegar línan milli raunveruleikans og ævintýraheimsins verður svona óskýr ýtir það undir forvitni og spennu hjá börnum.“

Svo heimurinn verði auðskiljanlegri

En það er ekki bara spennan og ævintýraljóminn sem heillar. Fyrir þriggja til sex ára börn er oft mikilvægt að skipuleggja umhverfi sitt, eins og þegar þau flokka leikföngin sín eftir litum. „Það er eitthvað heillandi fyrir börn á þessum aldri að safna saman staðreyndum og skilja hvernig hlutir eru tengdir, bera þá saman og flokka. Þá verður heimurinn aðeins auðskiljanlegri“, segir Lina.

Eykur sjálfstraust

Þar sem smáatriði og staðreyndir eru mikilvæg fyrir börn eru risaeðlurnar í JÄTTELIK línunni byggðar á raunverulegum risaeðlum. Með þessari sérstöku þekkingu upplifir barnið að kunna eitthvað til hlítar – og það eykur sjálfstraustið. „Þar sem þú sem foreldri veist ekki mikið um risaeðlur getur barnið verið stolt af því að vita meira en þú um muninn á milli þessara rándýra og grasbíta sem voru uppi fyrir 65 milljónum ára.“

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er bómull?

Bómull er ein af vinsælustu náttúrulegu trefjunum í heiminum í dag. Vefnaðarvara úr bómull er mjúk, endingargóð og það er hægt að þvo hana á háum hita. Hún andar einnig vel og dregur í sig raka – sem gerir það að verkum að gott er að hafa hana næst líkamanum. Við hjá IKEA notum meira og meira af endurunninni bómull og kappkostum við að tryggja að öll ný bómull sem við notum sé ræktuð og unnin með minna magni af skordýraeitri, áburði og vatni.

Eiginleikar

Svefn er mikilvægur!

Börn þurfa á svefni að halda svo að heili og líkami geti þroskast og safnað orku. Að skapa aðstæður sem bjóða upp á góðar og þægilegar svefnvenjur er því það besta sem þú getur gert fyrir barnið. Hljóðlegt og notalegt herbergi með góðu rúmi, dýna sem dregur úr álagi á líkamann og mjúk, létt rúmföt eru frábær byrjun. Ef til vill rúllugardína til að loka úti hljóð og birtu. Góð fjárfesting sem færir þér og barninu betri svefn.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X