Saga
Með HÅVERUD vildum við breyta út af vananum, þar sem öll okkar borð höfðu verið borðplata með fjórum fótum. Við veltum fyrir okkur hvernig væri hægt að gera borð sem hentaði fyrir ýmsar ólíkar athafnir. Við báðum hóp hönnunarnemenda að hugsa út fyrir kassann: færri fermetrar og fleiri rúmmetrar.
„Það er einfalt að festast í sama farinu,“ segir Magnus Wernersson vöruhönnuður. „Ásamt nemendunum vildum við finna nýja lausn á þörfum fjöldans. Við vitum að það er algengt að búa í litlu rými. Að innrétta smærri rými felst ekki í því að hafa húsgögnin minni heldur að hugsa út fyrir kassann. Til dæmis hvað sé hægt að gera í kringum borðplötuna.“
Morgunfundir og kvöldstundir
Þegar ýmislegt hafði verið prófað vorum við komin með skýra mynd: borðplata með hirslugrind. Hægt er að hengja króka og hangandi hirslur á grindina. „Hirslur eru mikilvægar. Til dæmis þegar þú þarft að taka tölvu og ritföng af borðinu til að rýma fyrir eldamennsku eða bakstri. Það ætti að vera einfalt að skipta yfir í næstu athöfn.“ Sláin sem nær þvert yfir borðplötuna hentar til að hengja matjurtir eða skraut.
Hvert borð verður einstakt
Hver var niðurstaða Magnusar og hönnunarnemendanna? „Að borð geti verið miklu meira en bara flatt yfirborð. Að mínu mati er HÅVERUD miðstöð heimilisins fyrir alls kyns verkefni. Stangirnar eru nettar og því verður borðið ekki yfirþyrmandi. Hann er spenntur að sjá hvernig fólk útfærir HÅVERUD á sínu heimili. „Ég tel að hvert borð verði einstakt.“