Hægt er að hengja upp tösku eða jakka á snaga undir borðplötunni.
Yfirborð með þynnu er endingargott, auðvelt að þrífa og þolir mikla notkun.
Fæturnir eru stillanlegir svo borðið standi stöðugt, jafnvel á ójöfnu gólfi. Þeir eru fastir við borðfótinn svo þeir detti ekki af og týnist.
Endingargóður kantur ver borðplötuna fyrir höggum, rispum og sprungum eftir stóla, þegar þeir eru færðir til eða hengdir á borðið.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Raðaðu saman þeim fjölda af borðum sem hentar þér og vinnurýminu hvort sem þau eru ætluð fyrir fundi, verkefnavinnu, hópvinnu eða einstaklingsverkefni.
Þú getur fljótt og auðveldlega fært borðin til og raðað þeim upp eftir þörfum.
Hægt er að bæta við LIDKULLEN kolli til að fá betri vinnuvistfræðilega setstöðu fyrir hátt borð.
Stílhrein og einföld hönnunin gerir það að verkum að borðið passar vel inn á veitingahús, kaffihús eða í fundarrými.