ENHET
Eldhús,
123x63.5x222 cm, hvítt

70.900,-

Magn: - +
ENHET
ENHET

ENHET

70.900,-

Sendingarkostnaður er 9.500,-

Reikna sendingarkostnað

Vefverslun: er að klárast

10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.

Eldhúsið er hannað fyrir ferðaspanhellu og/eða örbylgjuofn ásamt veggföstum háfi. Taktu tækið bara úr sambandi og settu það til hliðar til að búa til meira pláss fyrir matargerðina.

SKYDRAG ljósasett er hannað fyrir ENHET línuna – tilvalið bæði sem borðlýsing og til að búa til ákveðna stemningu í eldhúsinu. Með TRÅDFRI spennubreyti og þráðlausum ljósdeyfi getur þú auðveldlega kveikt, slökkt og deyft lýsinguna.

GUBBARP hnúðar og höldur úr hvítu plasti með einföldu og nútímalegu útliti sem passar með mismunandi hurðum og skúffuframhliðum.

Bættu við ENHET aukahlutum til að nýta hirsluna til hins ýtrasta. Engin þörf á að bora! Seldir sér.

FYNDIG vaskur úr ryðfríu stáli, sem er hreinlegt, endingargott og slitsterkt efni.

Einstaki blindnaglinn auðveldar samsetningu og festingarnar eru varla sjáanlegar.

Hægt er að bæta við HÅLLBAR flokkunarfötum. Með því að hafa flokkunarfötur undir vaskinum kemur þú upp snyrtilegri flokkunaraðstöðu.

Eftir þínu höfði! Breyttu um lit á hillueiningunum og útlit á borðplötunni og framhliðunum til að búa til nútímalegt, sígilt, stílhreint eða litríkt útlit sem höfðar til þín.

Grunnskápur fyrir vask er hentugur staður til að flokka rusl og að aftan er pláss fyrir rör og lagnir.

ENHET slá fyrir snaga, ENHET snagar og SKATTÅN ílát auðvelda þér að nýta hvern sentímetra undir opinni ENHET hillueiningu fyrir diskaþurrkur, hnífapör og áhöld.

ENHET hangandi hilluinnlegg gerir þér kleift að nýta betur plássið á milli hillna í ENHET hillueiningum. Tilvalið til að koma skipulagi á hluti á borð við espressóbolla, krukkur, hárþurrkur eða handklæði.

ENHET fætur eru 12,5 cm og þeir setja grunnskápinn í þægilega hæð og bæta stöðugleika hans.

Veggskápur með hurð nýtir plássið yfir vaskinum vel. Tilvalinn fyrir glös og borðbúnað og ver þau fyrir ryki.

Opin hirsla veitir þér mikið hillupláss fyrir skálar og minni heimilistæki á borð við brauðrist, blandara og hrísgrjónapott.

Lági veggskápurinn passar fyrir ofan veggháf og er í beinni línu við aðra veggskápa.

Bættu við ferðaspanhellu/örbylgjuofni að búa til góða eldunaraðstöðu. Auðvelt að koma fyrir í skáp eða hengja á snaga þegar er ekki í notkun, til að rýma til á borðinu fyrir aðra hluti. Selt sér.

Hvítar hurðir og skúffuframhliðar færa rýminu ferskt og bjart yfirbragð og allir litir regnbogans passa með! Fallegt og sígilt.

Plasthúðaðar borðplötur eru endingargóðar og auðveldar í umhirðu. Með smá alúð haldast þær eins og nýjar í mörg ár. Styttu plötuna í lengd sem hentar þér og notaðu meðfylgjandi kantlista á kantana.

ENHET eldhús

Eldhús sem að aðeins meira þú

Allskonar breytingar í lífinu hafa áhrif á heimilið. Kannski ferðu allt í einu að baka, byrjar að safna postulíni eða fjölskyldan stækkar. Hvað sem það er þá getur það haft áhrif á það sem þú þarfnast í eldhúsinu. Með ENHET viljum við gefa færi á sveigjanlegri eldhúseiningum sem þú getur auðveldlega aðlagað og uppfært þegar þarfirnar breytast – eða bara þegar þú vilt gera eldhúsið aðeins meira að þínu.

„Við byrjuðum á að spyrja fólk víða um heim um hvað það væri sem þeim vantaði helst í eldhúsinu,“ segir Daniel Loader, sem tók þátt í þróun ENHET línunnar. „Þá áttuðum við okkur á því að plássleysi og þörfin á að aðlaga eldhúsið að sínum þörfum var það sem það átti sameiginlegt.“

Sýndu uppáhaldshlutina

Þessar upplýsingar urðu til þess að Daniel og samstarfsfólk hans lögðu áherslu á að þróa bæði hefðbundna lokaða skápa og opnar málmgrindarhillur. „Það skiptir ekki máli hvað þú setur í hillurnar – postulínið, fínu ólífuolíuna eða uppáhaldsmatreiðslubækurnar – útkoman verður einstök og persónuleg,“ segir Daniel og útskýrir hvernig hægt er að raða skápunum og hillunum saman á mismunandi vegu eftir þörfum hvers og eins. Þegar þarfirnar svo breytast er auðvelt að bæta við fleiri lausnum.

Auðveldara skipulag með sveigjanlegu eldhúsi

Sveigjanleiki er lykilatriðið í mörgum aukahlutum í ENHET línunni, og Daniel á sitt uppáhald. „Slá fyrir snaga. Þar sem þú getur hengt upp potta og pönnur, bolla, handklæði – eða bara hvað sem þú vilt hafa við höndina þegar þú ert að sýsla í eldhúsinu. Þú getur líka auðveldlega fært snagana til án þess að þurfa að bora í vegginn“, segir hann um leið og hann setur nokkra snaga á málmslá undir hillu. „Markmið okkar með ENHET var að gera þér auðveldara að fá hagkvæmt eldhús sem er sniðið að þér. Minni tími í skipulag og meiri tími fyrir lífið.“

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er spónaplata?

Spónaplata er unnin úr endurunnum við og afgöngum frá sögunarverksmiðjum – þannig verður viður sem ekki er í réttum lit, viðarflísar og sag að auðlind í stað þess að enda mögulega sem rusl. Við notum plöturnar í hluti eins og bókaskápa, rúmgrindur, sófa og eldhússkápa. Til að verja þær fyrir sliti og raka setjum við á þær lakk, viðarspón eða filmu sem bætir útlit húsgagnsins.


Bæta við vörum

Hugmyndir og innblástur

Aftur efst
+
X