Rúmgott sætið og bogadregið bakið halda vel utan um þig og gera þér kleift að sitja á þægilegan hátt. Kaldpressaður svampurinn er mjúkur og veitir góðan stuðning.
Gegnheilir eikarfætur færa húsgagninu karakter og hlýlegt yfirbragð. Hver hægindastóll er einstakur því viðarmynstrið er aldrei eins.
Áklæðið er með mjúkri, loðinni áferð. Það er úr bómull og pólýester.
Stóllinn er hannaður þannig að engar festingar sjáist. Þetta helst í hendur við mínimalískan stílinn.