Hentar til notkunar í atvinnuskyni.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is
Dempar hljóðið á skilvirkan hátt með kjarna úr gegnheilum við, viðartrefjafyllingu beggja megin við og bólstrað með þykku ullarefni. Heildarþykkt: 80 mm.
Innblásturinn að bylgjumynstrinu á áklæðinu er sóttur í náttúruna og minnir á öldumynstur í sandi. Saumarnir færa mynstrinu meiri dýpt.
Laust áklæði sem má þvo í þvottavél.
Hljóðeinangrandi skilrúmið skapar afslappað og afmarkað rými sem veitir vellíðan og auðveldar einbeitingu.
Notaðu skilrúmið á milli skrifborða eða nokkur standandi skilrúm til að búa til afmarkað svæði. Njóttu þess að vinna í hljóði með betri einbeitingu.
Á opnum skrifstofum er sniðugt að afmarka starfstöðvar með því að tengja tvö eða fleiri standandi skilrúm saman með hringlaga viðarstöngunum á hliðunum.
Auðvelt að færa skilrúmin til eftir þörfum.
Innihald úr 85-95% endurnýjanlegum viðartrefjum.
Gófstandandi hljóðdempandi skilrúm er hægt að festa saman með meðfylgjandi plastklemmu.