5 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Fimm stillanlegar hillur úr hertu gleri sem gera þér kleift að laga rýmið að þínum þörfum.
Innbyggð vifta dreifir loftinu um allan kæliskápinn og viðheldur jöfnu hitastigi, þannig getur þú geymt hvaða matvæli sem er, hvar sem er í skápnum.
Þú þarft ekki að afþíða eða skafa klaka þar sem kælirinn kemur í veg fyrir rakamyndun og því myndast ekki hrím eða klaki á matvælum eða tækinu sjálfu.
Með hraðfrystistillingunni getur þú lækkað hitastigið hratt, til að viðhalda ferskleika matvælanna og varðveita næringarefni, jafnvel þó magnið sé mikið.
Gefur frá sér viðvörunarhljóð þegar hurðin er ekki alveg lokuð.
Þú getur breytt rakastigi og hitastigi í frystiskúffunum svo þau henti innihaldinu sem best.
Tveir skynjarar greina hitabreytingar sem verða þegar ný matvæli eru sett inn í kæliskápinn og stillir innra hitastigið sjálfkrafa til að koma í veg fyrir hitasveiflur.
Lofthreinsitækið notar einstaka tækni til að koma í veg fyrir óæskilega lykt í ísskápnum. Náttúrulegum jónum eru sleppt til að gera andrúmsloftið hreinna og heilbrigðara. Ekki er þörf á að skipta um síu.
Snertiskjár á utanverðum kæli-/frystiskápnum sýnir greinilega stöðu stillinga og mikilvægar aðgerðir, hitastig og viðvaranir.
Innbyggð LED lýsing lýsir upp hvert horn. Ljósgjafi án viðhalds, á að endast allan líftíma tækisins og auðveldar þér að sjá innihaldið.
Hraðkælingarstillingin gerir þér kleift að kæla matvæli og drykkjarföng hratt, hentar sérstaklega vel eftir stórinnkaup.