Hentar til notkunar í litlu rými eins og í veggskáp eða fataskáp þar sem LED ljósið gefur frá sér lítinn hita.
Þú getur lýst upp jafnvel minnstu svæði á heimilinu og nýtt þau betur með þessum örgranna lampa.
Ljósalengjan lýsir upp skúffuna þína og þá er auðveldara að finna það sem þig vantar.
Það kviknar og slokknar sjálfkrafa á ljósinu þegar þú opnar eða lokar skúffunni þannig að engri orku er sóað.
Þú getur haft ljósið lóðrétt eða lárétt.
Auðvelt að festa upp innan í skápnum – efst eða undir hillu með meðfylgjandi festingum.
Infrarauður skynjari (PIR) á ljósinu nemur hreyfingar og líkamshita og kveikir sjálfkrafa á ljósinu þegar þú opnar fataskáp eða skúffu. Þú getur líka kveikt eða slökkt handvirkt á honum.
Getur verið hvar sem er, jafnvel í skúffum, þar sem ljósið er rafhlöðuknúið og endurhlaðanlegt.
Skynjarinn nemur hreyfingar í allt að 1,5 metra fjarlægð og slekkur sjálfkrafa á ljósinu eftir 60 sekúndur ef þú skyldir gleyma að loka hurðinni eða skúffunni.
Auðvelt að hlaða. Þú einfaldlega fjarlægir ljósið, hleður raflhöðurnar með USB-C snúru og smellir ljósinu aftur á sinn stað.
Stílhreint og fyrirferðarlítið og passar því hvar sem er á heimilinu, jafnvel í baðherbergisskápa og skúffur.