Það er auðveldara að hafa skipulag á eigum sínum og finna það sem mann vantar ef þær eru geymdar í körfum.
Hluti af HÖSTAGILLE línunni sem skartar vörum af öllum stærðum og gerðum sem færa heimilinu notalegt og hlýlegt andrúmsloft í hausthúminu.
Stór og sterk karfa úr duftlökkuðu stáli sem þú getur haft á gólfinu. Tilvalin fyrir tímarit, teppi og púða við sófann, eldivið fyrir arininn eða annað sem þú vilt hafa við höndina.