HEJNE
Hirsla, 4 bil, hillur,
307x50x171 cm, mjúkviður

24.950,-

HEJNE
HEJNE

HEJNE

24.950,-
Vefverslun: Uppselt
HENJE hirslur eru traustar og nógu sterkar til að halda uppi allra þyngstu hlutunum í bílskúrnum, kjallaranum eða á háaloftinu. Þú getur sleppt því að meðhöndla gegnheilan viðinn eða bæsað, málað eða bónað ef þú vilt, fyrir persónulegri stíl.
HEJNE hirsla, 4 bil, hillur

Sterkbyggð hirsla úr gegnheilum við

Við hjá IKEA vinnum hörðum höndum að því að halda verðinu lágu. Ein leiðin til þess er að fækka skrefunum í framleiðsluferlinu. Það hjálpaði til við að gera HEJNE hirslurnar hagkvæmari í verði. Framleiðslan fer fram þar sem viðurinn er felldur, eins mikið og hægt er. En að halda verðinu lágu er eitt. Það að reyna að vera sjálfbær líka flækir málin. En í tilfelli HEJNE var það auðvelt. Það sem gerir hillurnar hagkvæmar í verði gerir þær líka sjálfbærari.

Lykillinn af því er að nota meira af trénu og minnka flutningskostnað með því að framleiða vöruna þar sem trén eru felld.

Úr sjálfbærari skógum

„Fyrsta verkið er að fella viðinn í skógi þar sem stunduð er ábyrg skógrækt og næst er haldið í sögunarmylluna, “ segir Jesper Gunnerling sem hjálpaði til við að afla viðarins. Við notum ytri hluta bolsins í HEJNE. Verðið á þeim parti er lægri án þess þó að við missum kosti þess að nota gegnheilan við. „Það er enginn munur á styrkleikanum,“ segir Jesper. „En húsgagnaframleiðendur vilja oft ekki nota þennan við vegna þess að í honum sjást náttúruleg för þar sem trjágreinar hafa vaxið frá bolnum og annað slíkt.

Sterkbyggð og einföld hirsla

Gegnheilt timbur er svo sterkbyggt að hver HEJNE eining getur borið allt verkfærasafnið sem finnst í bílskúrnum. Það er engin málning á henni eða aukafestingar, bara hentugar og sterkbyggðar viðarhillur sem mynda einfalda og stöðuga hirslu sem endist þér ár eftir ár hvar sem er á heimilinu. Það er eitthvað, finnst þér ekki?

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er gegnheill viður?

Gegnheill viður er uppáhaldshráefnið okkar og hluti af skandinavískri arfleifð okkar. Hann er sígildur og hægt að nota í margt. Viður er endingargóður, fallegur og endurnýjanlegur, óháð tegund. Við leitumst við að nýta þetta hráefni á skynsaman og skilvirkan hátt til að forðast sóun – og við fjárfestum í aðstöðu og flutningum til að við getum aukið notkun á endurunnum við.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X