Spilaðu eftirlætislögin þín með því að tengja hátalarann við síma, tölvu eða önnur tæki með Bluetooth®.
Notaðu 3,5 mm AUX-snúru til að tengja hátalarann við tæki sem eru ekki með Bluetooth®.
Nýjar fullhlaðnar LADDA AAA, 750 mAh hleðslurafhlöður endast í allt að fimmtán klukkustunda spilun á 50% hljóðstyrk.
Spilaðu tónlist í allt að fimmtán klukkustundir á fullhlöðnum rafhlöðum eða tengdu hátalarann við USB-tengi til að hlusta eins lengi og þig lystir.
Svaraðu símanum í gegnum hátalarann með innbyggðum hljóðnema.
Korkstandurinn sem fylgir með lyftir upp hljóðinu. Með því að beina hátalaranum að þér myndast kjöraðstæður fyrir hljómgæði.
Með aðeins einum hnappi á hátalaranum getur þú kveikt og slökkt á honum, spilað og gert hlé á tónlist, svarað í síma og slökkt á hljóðnema.
Þú stillir hljóð og skiptir um tónlist með símanum eða öðrum Bluetooth-búnaði.
Það slokknar sjálfkrafa á hátalaranum þegar hann er ekki í notkun og því sparar hann orku.
Hægt er að hlaða IKEA LADDA 900 hleðslurafhlöður í hátalaranum. Rafhlöður eru seldar sér.