25 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Auðvelt að halda hreinu þar sem hægt er að taka áklæðið af og þvo í vél.
Efni með áferð, falleg lögun og fullkomin hlutföll – sófinn verður auðveldlega aðalatriði stofunnar.
Flauel er gert með hefðbundinni vefnaðaraðferð sem gefur efninu hlýlegan og djúpan lit og mjúkt yfirborð með þykku flosi og fallegum glans.
Kjarni úr hágæðapokagormum og kaldpressaður svampur færa þér þægindi sem endast.
Sófinn lagar sig að líkamanum þegar þú sest niður og fær svo aftur náttúrulega lögun sína þegar þú stendur upp.
Það er auðvelt að tengja einingarnar saman og þú getur valið hversu langur sófinn á að vera.