Efnið veitir góða vörn gegn útfjólubláum geislum þar sem það er með UPF (Ultraviolet Protection Factor) gildið 50+, sem þýðir að það stöðvar 98% af útfjólublárri geislun sólarinnar.
Þú getur hengt handklæði eða sundföt á snagana undir sólhlífartjaldinu.
Stöngin er úr endingargóðum, stöðugum og sterkum málmi.
Þú ert enga stund að setja sólhlífina saman og opna hana – áður en þú veist af ertu að slaka á í skugganum.
Skrúfa þarf festinguna niður í sandinn til þess að sólhlífin haldist stöðug.
Raðaðu húsgögnunum í STRANDÖN línunni saman eins og þér hentar og skapaðu samræmt útisvæði þar sem þú getur borðað, slakað á og eytt tíma með fjölskyldu og vinum.