SMAKRIK línan er úr 100% lífrænni repjuolíu og er ný viðbót við lífræna matarúrvalið okkar. Olíurnar er framleiddar í hjarta Österlen á Skáni – hringamiðju sænska repjuolíuiðnaðarins.
Engin eiturefni eru notuð við framleiðslu kaldpressuðu SMAKRIK repjuolíunnar.

Hefðbundin ræktun ...

Sænsku bændurnir sem vinna við framleiðslu SMAKRIK olíanna fylgja ströngum vistfræðilegum leiðarvísum. Enginn áburður er notaður á akrana – býflugunum og öðrum skordýrum til mikillar ánægju sem fúslega hjálpa til við frævunina í staðinn. Fyrir utan að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika þá hjálpar lífræn ræktun til við að viðhalda jarðveginum.

... og nútímalegt bragð

SMAKRIK er fjölbreytt og ekta sænsk lína úr hreinum og náttúrulegum eða örlítið bragðbættum olíum. Allar í mismunandi gæðum og með sín sérkenni. Hreina, kaldpressaða olían er mjög góð til að búa til majónes og sú sem er með villtum hvítlauk er tilvalin á kjötið rétt áður en það er tekið af grillinu – eða punkturinn yfir i-ið áður en súpan er borin fram.

Eitt af best geymdu leyndarmálum í sænskri matargerð

Repjuolía hefur verið algeng sjón í sænskum eldhúsum í áratugi og hefur verið mikils metin í matargerð vegna gæða hennar. Nú er tími til kominn að innleiða sænska matargerð inn á þitt heimili. Notaðu olíurnar með uppáhaldshráefninu þínu eða prófaðu þig áfram með þær í matargerðinni. Möguleikarnir eru endalausir eins og gulu akrarnir á Skáni.


Aftur efst
+
X