Markmið: Sýna METOD fyrir Fyrirtækjaþjónustu
Aðalskilaboð: Kaffihús í Vesturbænum
Aðalvara: METOD og STENSELE
Stílflokkur: Skandinavískt, hefðbundið
Verðflokkur: Miðlungs
Stemning: Hlýlegt og lítið kafihús í skandinavískum stíl
Lítið kaffihús, með mikinn karakter! Hlýleg málning á veggjum, fallegar borðplötur í djúpum viðarlit, ljósaskermar úr náttúrulegum efnivið í bland við svartar opnar hirslur, hillur, framhliðar og klæðningar (sem eru í raun hurðir) – allt þetta kallar fram heimilislega og þægilega stemningu.
„Kaffi Kanill er hannað með það í huga að koma viðskiptavininum á óvart. Það á að veita innblástur og sýna fram á að það er alltaf eitthvað nýtt og viðeigandi í IKEA. Við lögðum upp með að sýna METOD eldhúsinnréttingar sem lausn fyrir lítið rými og fyrirtæki sem að lokum varð hlýlegt og lítið kaffihús. Með því að búa til kaffihús tókst okkur að sýna heildarlausnir og breitt vöruúrval sem við höfum upp á að bjóða fyrir fyrirtæki í veitingarekstri“.
Sirrý Sæmundsdóttir
Hópstjóri Innanhússhönnuða hjá IKEA
Hér er allt útpælt – allt frá lit á veggjum og borðplötum að glösum og flokkunaraðstöðu. Þó að grunnurinn að flestum rýmum sé sá sami þá er að ýmsu að huga þegar rýmið er ætlað fyrir rekstur. Hentisemi skiptir gríðarlega miklu máli ásamt lýsingu og hirsluplássi.
Afgreiðsluborðið samanstendur af KARLBY borðplötu og METOD skápum en í stað klæðninga eru hurðir sem skapa áferð og fallegt yfirbragð.
Í stað þess að hafa falda aukaskúffu í efri skúffunni, eins og er algengt á mörgum heimilum, eru þrjár skúffur í röð. Það hentar betur í eldhúsi sem er notað í atvinnustarfsemi vegna
Tröppur koma sér alltaf vel! Gott er að nýta vegginn til að geyma nauðsynjavörur. Í efri hillum er best að hafa hluti sem sjaldan þarf að nálgast – en þegar þess þarf þá er eins gott að hafa stöðugar tröppur.
Vefnaðarvörur gera ótrúlega mikið fyrir rýmið og auðvelda þér að umbreyta því þegar þú vilt fríska upp á það – til að mynda með því að skipta út púðaverum og teppum.
Plöntur – hvort sem þær eru lifandi eða gervi – lífga upp á hvaða rými sem er og gera það notalegra!
Product added to your favorites
Product removed from your favorites