Bjart og friðsælt svefnherbergi
Það sem vekur fyrst athygli þegar komið er inn í herbergið er stórt rúm í klassískum stíl með léttum gardínum. Rýmið lætur í ljós áhugamál íbúanna og stíllinn er með rómantískum blæ.
Róandi rými í sveitastíl
Tími til að slappa af. Ljósir og ljúfir litatónar, náttúruleg efni og fíngerð mynstur gefa þessu friðsæla svefnherbergi jákvæða orku. Rúmið er þægilegt; svalandi bómullarrúmfötin ásamt mörgum púðum og koddum hjálpa þér að fá góðan nætursvefn.
Vefnaðarvörur sem tóna saman
Ljós og form vinna saman
Í HEMNES svefnherbergislínunni eru falleg hvít viðarhúsgögn sem veita rýminu snyrtilegt yfirbragð sem síðan er hægt að flikka upp á með hvaða aukahlutum sem er. Hringlaga speglar og lampi með mjúkum línum á kommóðunni gera herbergið notalegra.
Finndu falleg húsgögn í svefnherbergið
Falin fegurð í fataskáp
Þegar fataskápurinn er lokaður beinist athyglin að róandi litum og áferð rúmfatanna. En þegar fallegar hurðirnar opnast sést glitta í liti sem sýna persónuleika íbúanna – ásamt fullkominni blöndu af hirslum og skipulagsvörum sem sjá um að allt sé á sínum stað.
Skraut sem setur svip á rýmið
Afslappaður stíll herbergisins býður upp á ýmsa skreytingamöguleika eins og körfu og spegil í horninu eða ramma og vasa með blómum og stráum á kommóðunni. Útstillingarnar leyfa rýminu að lifna við og minna íbúana á skemmtilegar stundir eða ferðalög.
Umkringdu þig með hlutum sem þér þykir fallegir