Við hjá IKEA vitum hversu mikilvægur svefn er. Við leggjum áherslu á að skapa lausnir sem virka fyrir öll og hugum að þörfum sem flestra. Enda er svefn jafn mikilvægur og matur, vatn og súrefni og hann er eitt af lykilatriðunum í að skapa betra daglegt líf á heimilinu.

Til að skoða betur svefn fólks fengum við yfir 55 þúsund viðmælendur frá 57 löndum til að tala um svefnvenjur sínar. Út frá rannsókninni unnum við svefnskýrslu IKEA.

Skýrslan færir okkur tækifæri til að verða hluti af alþjóðlegu samtali um heilsu, vellíðan og töfrana sem svefninn hefur upp á að bjóða. Við bjuggum til kerfi, sem við köllum svefnstig IKEA, til að bera saman svefn fólks. Stigin eru reiknuð út frá svörum þátttakenda við spurningum sem snerta fimm þætti svefns. Meðaltalið á heimsvísu eru 63 stig af 100, sem gefur til kynna að flest okkar hafi svigrúm til að bæta svefninn.

 


Við eyðum um þriðjungi ævinnar sofandi en það er þó misjafnt hversu góðan svefn við fáum.

Hér er skemmtileg, alvarleg og stundum ótrúleg tölfræði úr fyrstu svefnskýrslu IKEA sem kom út fyrr á þessu ári.

1. Sjö af hverjum tíu líta á svefn sem eitt af því besta sem lífið hefur upp á að bjóða, þar af eru 58% sem velja svefn umfram félagslegar athafnir.  
Það er ljóst að við elskum svefn. Hann hefur ótrúleg áhrif á líkamann og veitir okkur orku fyrir næsta dag. Það er því ekki að undra að 70% af fólki sé sammála því að svefn sé eitt af því besta sem lífið hefur upp á að bjóða – en sú tala hækkar í 74% hjá yngra fólki (18-24 ára) og lækkar niður í 63% hjá eldra fólki (65+ ára). Nemar (74%), foreldrar (74%) og fólk á næturvöktum (75%) er líklegra til að líta á svefn sem eina af unaðsemdum lífsins.  

2. Ein klukkustund og tuttugu mínútur er það sem vantar almennt upp á svefninn  
Þó að við elskum að sofa þá fáum við ekki alltaf nóg af svefni. Á heimsvísu er talsverður munur á hversu lengi við sofum og hversu mikinn svefn við viljum fá eða ein klukkustund og tuttugu mínútur að meðaltali. Það hefur þau áhrif að fólk er þreyttara og það sem meira er þá er slæmur svefn hluti af lýðheilsuvandamáli og kostar hagkerfi heimsins milljarða vegna lélegra afkasta*. *Heimild: RAND, 2016

3. Pör sofa betur þegar þau snúa hvort að öðru en ekki bak í bak. (Það munar 9 svefnstigum eða 70 svefnstig í stað 61)  
Algengasta svefnstaðan fyrir pör er að snúa baki í bak (29%) en við það að snúa hvort að öðru (12%) aukast svefnstigin.

4. Ákveðnir hópar upplifa minni svefngæði  
Því miður þá leiddi rannsóknin í ljós að vissir hópar fá færri svefnstig. Í samanburði við meðaltalið á heimsvísu upplifðu þessir hópar talsvert minni svefngæði og vöknuðu oftar yfir nóttina.

  • Fólk sem er fjárhagslega óöruggt (54)
  • Fatlað fólk (56)
  • Hinsegin fólk (57)
  • Konur með ung börn (59)
  • Konur (60)
  • Leigjendur (60)

5. Næstum 1 af hverjum 5 notar reglulega lyf fyrir betri svefn  
Það er nokkuð augljóst að góður svefn er ekki sjálfsagður. Við fengum því fólk til að deila með okkur hvernig það fer að því að sofna hraðar og sofa betur. Skoðaðu topp tíu svefnráðin í næsta hluta.

6. Topp 10 svefnráðin sem fólk notar til að sofa betur  
Hér er listi yfir aðferðir og tól sem fólk segir að hjálpi sér að sofna hraðar – og sofa betur. Er eitthvað hér sem væri vert að prófa?

  • Loftkæling/vifta (24%)
  • Myrkvunargardínur (21%)
  • Lyf (19%)
  • Tónlist, hlaðvarp eða hljóðbók (17%)
  • Bók (14%)
  • Sérstök dýna/koddi (13%)
  • Fæðubótarefni eða róandi drykkir (11%)
  • Ilmolíur og hvítt suð (white noise) (10%)
  • Svefngríma (7%)
  • Dýnur, sængur eða koddar með kæli- eða hitaeiginleikum (7%)

7. 65% fólks leggur sig á daginn  
Kína er eina landið þar sem fólk fær að meðaltali yfir 7 tíma svefn. En fyrir okkur hin virðist nægur svefn vera eitthvað sem við getum aðeins látið okkur dreyma um. Það kemur því ekki á óvart að yfir 65% fólks leggi sig á daginn. Þar af eru tveir þriðju fólk sem á börn undir 18 ára aldri.

8. Lífsstíll hefur mikil áhrif  
Fólk sem á í erfiðleikum með að halda jafnvægi á milli vinnu og einkalífs sefur verr en það sem heldur góðu jafnvægi (52 svefnstig í samanburði við 7). Svefn hefur áhrif á vinnuna okkar og vinnan hefur áhrif á svefninn okkar. Rétta jafnvægið á milli vinnu og einkalífs er lykilatriði. Það er því óhætt að tengja góðan svefn við árangur.

9. Það tekur um 24 mínútur að meðaltali að sofna  
Konur eru þremur mínútum lengur en karlar að sofna.

10. 6% barna hafa (mögulega) verið getin á IKEA rúmi eða dýnu  
Við áttum okkur á því að þó að það sé IKEA rúm á heimilinu þá þarf ekki að vera að öll börn heimilisins hafi verið getin á þeim. Við fengum þessa prósentu með grófum útreikningum sem eru byggðir á fjölda barna í ákveðnum aldurshóp í bland við hvenær fólk keypti IKEA dýnu/rúm. Áhugaverð pæling samt.


Viltu kafa dýpra?

Við höfum safnað saman helstu atriðunum úr skýrslunni fyrir þig, en ef þú vilt kafa enn dýpra getur þú skoðað svefnskýrslu IKEA 2025

Skoðaðu alla svefnskýrsluna hér

„Margir taka símann með sér í rúmið og það hefur áhrif á svefninn. Það snýst þó ekki um skjátímann eða skjábirtuna heldur á síminn það til að ræna fólk svefni en það eyðir næstum 40 mínútum aukalega í símanum áður en það fer að sofa. Þegar við erum þreytt höfum við minni sjálfstjórn og því ættum við að skilja símann eftir fyrir utan svefnherbergið. Fáðu þér frekar vekjaraklukku!“ 

Dr. Sophie Bostock
stofnandi The Sleep Scientist 

 

Tíu ráð fyrir betri svefn

Vantar þig aðstoð við að sofna? Hér eru nokkur góð ráð frá sérfræðingunum okkar.

1. Haltu þig við rútínu

Farðu að sofa og vaknaðu alltaf á sama tíma, líka um helgar.

2. Baðaðu þig í náttúrulegri birtu

Mikil dagsbirta yfir daginn hjálpar þér að stjórna líkamsklukkunni. 

3. Skapaðu friðhelgi

Skapaðu notalegt og snyrtilegt rými með þægilegum rúmfötum og lítilli birtu.

4. Slakaðu á

Öndunaræfingar og hugleiðsla róa hugann og taugakerfið.

5. Skapaðu góðar venjur

Svefnrútínur, eins og heitt bað eða róandi te fyrir svefninn, geta hjálpað til við að gefa heilanum merki um að það sé að koma háttatími.

6. Ekki horfa á skjái

Sofnaðu frekar við hljóðbók eða hlaðvarp.

7. Hafðu mataræðið í huga

Ekki borða þungar máltíðir, neyta koffíns eða áfengis rétt fyrir svefninn.

8. Hreyfðu þig á daginn

Regluleg hreyfing stuðlar að betri svefni.

9. Ekki stressa þig á svefninum

Ef það er erfitt að sofna skaltu frekar einbeita þér að hvíldinni sem þú ert að fá.

10. Líttu á heildarmyndina

Frekar en að reyna að eiga fullkomna nótt skaltu stefna að góðri hvíld allar nætur.

„Svefnþynnka er þegar svefntíminn er mismunandi milli virkra daga og um helgar og truflar dægursveifluna. Líkamsklukkan þrífst á fyrirsjáanleika og því getur það bætt svefngæði til muna að fara alltaf að sofa og á fætur á sama tíma.“ 

Dr. Christian Benedict
taugavísindamaður í Háskólanum í Uppsölum 

 


Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X