VARMBLIXT er ný tímabundin lína hönnuð í samstarfi við Sabine Marcelis, margverðlaunaðan hollensk-nýsjálenskan hönnuð. Línan skartar töfrandi samspili lýsingar og forms þar sem ljósskúlptúrar og húsbúnaður færa heimilinu hlýju og glaðlegt andrúmsloft.

„Lýsing heillar mig. Ég elska breytileika hennar og getu til að lífga upp á og færa kyrrstæðum hlutum dýnamíska eiginleika.“

Sabine Marcelis
hönnuður

Upplýst heimili

„Ég vildi kanna hvernig hægt væri að vinna með lýsingu á öðruvísi hátt í VAMBLIXT vörulínunni – þar sem lýsing getur umbreytt útliti, yfirbragði og andrúmslofti heimilisins til góðs.“

Sabine Marcelis
hönnuður

Skoðaðu VARMBLIXT vörurnar

Skúlptúr í lausu lofti

VARMBLIXT loftljósið er skúlptúr eitt og sér en þegar það lýsir verður það að töfrandi verkfræðiundri!

Skoðaðu VARMBLIXT loftljósið

Ljómandi samstarf

VARMBLIXT vörurnar eru byggðar á einstökum hönnunarhæfileikum Sabine sem einkennast af djúpum skilningi á ljósi og lit – og góðri þekkingu IKEA á húsbúnaði. VARMBLIXT vörurnar bjóða upp á ótal leiðir til stilla andrúmsloft og stemningu á heimilinu.

Skoðaðu VARMBLIXT vörurnar
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

„Við erum að leika okkur með ólíka eiginleika ljóss – hita, lit, óbeina lýsingu og endurkast – sem magnar andrúmsloftið.“

Anna Granath,
yfirmaður vöruhönnunar hjá IKEA

Sterk yfirlýsing

VARMBLIXT ljósin hafa áhrif á stemninguna, hvort sem það er kveikt á þeim eða ekki.

Skoðaðu VARMBLIXT vörurnar

Láttu eftir þér kleinuhring

Kleinuhringurinn er einn af auðkennum Sabine en formið einkennir tvær vörur í VARMBLIXT línunni – fallegu skálina sem hægt er að fá í tveimur stærðum og vegg-/borðljósið.

Skoðaðu VARMBLIXT skálina betur

Fyrir töfrandi stundir

Í línunni má finna glæsilegt kokteilsett; bakka með málmhandföngum, karöflu, kampavínsglas, hræru og glas. Þegar ljós fellur á glerið verða til draumkenndir skuggar.

Skoðaðu VARMBLIXT bakkann betur

Allur skalinn

VHúsbúnaðurinn kannar fegurð lýsingar á ótal vegu – allt frá því hvernig náttúruleg lýsing skerst í gler að því hvernig ljómi sólseturs kastast á ull.

Skoðaðu VARMBLIXT vörurnar

Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X