Heimurinn breytist á ógnarhraða, en við lítum bjartsýnum augum til framtíðar. Við erum þess fullviss að með tímanum muni sífellt fleiri geta gert daglegt líf sitt þægilegra. Sífellt fleiri hafa áhuga á að draga úr áhrifum sem þeir hafa á jörðina en margir vita í raun ekki hvernig á að gera það. Það krefst djarfra markmiða og skuldbindinga um að ráðast í tafarlausar aðgerðir en til þess þarf sameiningakraft, því ein manneskja getur ekki gert allt en öll getum við gert eitthvað. En til þess að gera þessa vegferð auðveldari einbeitum við okkur að fjórum lykilatriðum: orku, lofti, vatni og úrgangi.  

Fólk um allan heim vill lausnir sem gera lífið heilsusamlegra og sjálfbærara. Sjálfbærni er nauðsynleg fyrir okkur öll en hvað þýðir sjálfbærni fyrir okkur í IKEA? Við viljum hafa jákvæð áhrif á fólk, samfélög og jörðina. Fyrir okkur snýst það um að koma jafnvægi á hagvöxt og jákvæð samfélagsleg áhrif með umhverfisvernd. Við viljum uppfylla þarfir fólks án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Við viljum veita innblástur og gera eins mörgum og mögulegt er kleift að lifa sjálfbærara lífi á einfaldan og hagkvæman hátt. Við leggjum okkar af mörkum með hringrásarhugsun, orkuhlutleysi og með því að hafa jákvæð áhrif hvar sem við erum í heiminum. Til að gera þetta þarf að endurhugsa og hvetja til breytinga á lífsháttum og neyslu og tileinka sér ný vinnubrögð. Við erum staðráðin í að leiða veginn fram á við ásamt samstarfsfólki okkar, viðskiptavinum og samstarfsaðilum og að nota stærð okkar til að hafa jákvæð áhrif Þetta er bæði ábyrgð og viðskiptatækifæri. Því fleiri sem við náum til, því meiri áhrif getum við haft saman og gert daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. 


Umhverfisstefna, -skýrslur og siðareglur IKEA á heimsvísu


Skref í rétta átt

Sjálfbærari lífstíll getur falið í sér að draga úr úrgangi, spara orku og vatn og fara vel með hlutina sem þú átt nú þegar - þannig tekur þú þátt í að vernda umhverfið og jafnvel spara peninga um leið. Hvert skref sem þú tekur í átt að sjálfbærni er skref í rétta átt.
sorting
Skoðaðu nánar

Sjálfbærni á hverjum degi


IKEA vörur í Svansvottað húsnæði

Margar IKEA vörur eru samþykktar til notkunar í Svansvottað húsnæði Þær eru þó ekki svansvottaðar
 Vilji viðskiptavinir okkar kaupa vörur sem uppfylla kröfur Svansins geta þeir fengið upplýsingar um hvaða vörur eru þegar samþykktar, og jafnvel fengið vöru bætt á listann ef þess er óskað. Þá þarf varan að fara í samþykktarferli hjá Umhverfisstofnun með milligöngu IKEA.

Í grunninn hefur IKEA haft þá stefnu að vera ekki með utanaðkomandi vottanir, heldur á IKEA vörumerkið að vera næg fullvissa þess að varan sé vistvæn gæðavara. Vottanir eru líka mismunandi eftir mörkuðum og því getur vottun á einum stað haft litla merkingu á öðrum. Eftirspurnin eftir vottun, t.d. Svansvottun, hefur þó aukist og það er unnið að því innan IKEA að finna lausn á þessu fyrir Svansvottaðar byggingar. Í dag er til listi af vörum sem hafa fengið samþykki frá Umhverfisstofnun til notkunar í Svansvottaðar byggingar.

Það þýðir þó alls ekki að allar hinar vörurnar standist ekki kröfurnar, það þýðir einfaldlega að þær hafa ekki farið í gegnum samþykktarferlið – sem er nauðsynlegt til að vara teljist í lagi í slíkar byggingar.

Sjálfbærari vörur
  • 97,8% viðar sem notaður er í IKEA vörur er FSC vottaður eða endurunninn
  • Stöðugt er leitað leiða til að nota minna hráefni, án þess að það komi niður á gæðum varanna, eða vistvænna hráefni eins og hraðvaxandi bambus
  • Allir speglar frá IKEA eru blýfríir
  • Siðareglur birgja, IWAY, eru strangar reglur um allt frá aðstöðu starfsfólks til dýravelferðar sem allir birgjar IKEA þurfa að standast til að fá að framleiða IKEA vörur

Þjónusta

Rafhleðslustæði IKEA

Við bjóðum viðskiptavinum upp á hleðslustæði fyrir rafbíla.

Lestu nánar hér

Rúllaðu á rafmagni!

Þú getur fengið rafsendibíl lánaðan hjá okkur.

Lestu nánar hér

Viltu losna við vörubrettið?

Nú þarftu ekki að hafa fyrir því að koma vörubrettinu í endurvinnslu.

Lestu nánar hér

Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X