Einfaldar hirslur, sveigjanleg húsgögn og furðulega lágt verð. Blandaðu þessu vel saman og útkoman verður sameiginlegt rými eldhússins og borðstofunnar fyrir stórfjölskylduna. Síðast en ekki síst sólríkur gluggi, tónlistarhorn og ilmur af einhverju ljúffengu sem kraumar í pottinum, þetta er rými þar sem fjölskyldan situr við ... löngu eftir að diskarnir eru orðnir tómir.

Sameiginlegar máltíðir, sætar minningar

Orðið borðstofuborð nær ekki yfir öll þau hlutverk sem borðið sinnir. Fyrir kynslóðir af matarunnendum er þetta miðpunktur heimilisins; staðurinn þar sem leiðir allra mætast. Allt frá því að sameinast yfir morgunbollanum, að því að segja frá ævintýrum dagsins á meðan á kvöldmáltíðinni stendur eða fagna stórum áföngum við sérstök tilefni, þetta á sér allt stað við sama borðið.

Aukasæti og aukahirsla

Þegar allir stólarnir eru í notkun og borðið orðið þéttsetið er kominn tími til að ná í varabúnaðinn. Staflanlegir stólar taka ekki mikið pláss í horni rýmisins – en koma sterkir inn af hliðarlínunni í næstu veislu. Í millitíðinni heldur hjólavagninn utan um bragðbæti og hnífapör þannig að þegar þarf að rétta hluti á milli fer það umhverfis borðið, ekki yfir það.

Klassískt bolognese með umhverfisvænni áherslu

Vinsæla uppskriftin hans afa fær kjötlausa uppfærslu þökk sé VÄRLDSKLOK grænkerahakkinu sem er úr plöntuprótíni. Það er einfaldlega ljúffengt!

Fyrir fjóra

  • 400 g VÄRLDSKLOK grænkerahakk
  • 1 laukur, saxaður
  • 2–3 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 gulrót, smátt söxuð
  • 1 sellerístöngull, smátt saxaður
  • 3 msk tómatpaste
  • 1 msk þurrkað óreganó
  • 1 msk þurrkað blóðberg
  • 2 msk grænmetisteningur
  • 3 dl vatn
  • 800 g tómatar í dós
  • 0,5 tsk salt
  • 0,5 tsk svartur pipar, malaður
  • 2 dl fersk basilíka
  • Steikingarolía
Skoða sænska matarhornið

Þar sem hjartað slær

Það er ekki auðvelt að finna laust borðpláss – eða tóman vask – í eldhúsi eins og þessu þar sem alltaf er verið að steikja eða malla eitthvað í pottunum, dag og nótt. Það er unaður að njóta matarins en matreiðslan er alveg jafn skemmtileg!

Áhöldin við höndina

Pottar, blandari, bökunarvörur og önnur áhöld eru falin ofan í skúffum og veggirnir eru lausir fyrir það sem er mest notað í eldhúsinu.

Hversdagshetjurnar sem þú getur ekki verið án

Hver segir að það þurfi að vera kostnaðarsamt að matreiða lúxusmáltíð? Það getur ekkert klikkað með þessu pottasetti sem er úr hágæða ryðfríu stáli og á frábæru verði.
 

Skoða potta og fylgihluti

Á milli máltíða

Það á kannski enn eftir að útbúa kvöldmatinn, en það skiptir ekki máli. Eins og vanalega er mikið um að vera í borðstofunni. Tveimur borðum er raðað saman og því auðvelt að taka þau í sundur ef þörf er á því, það skapar meiri sveigjanleika fyrir allt frá heimavinnu að lestarteinaframkvæmdum!

Stórar samkomur fyrir lítinn pening

Þessi borðkrókur er nægilega stór fyrir alla fjölskylduna. Þú setur einfaldlega saman tvö borð, bætir við sjö stólum, einum kolli og hengir upp tvö loftljós.

Matgæðingur í orði og á borði

Skúffur fullar af fersku hráefni, hillur sem geyma mikið af borðbúnaði og veggskápur sem gefur tóninn á matmálstímum. Það leikur engin vafi á því að þessi fjölskylda tekur matartíma og samverustundir mjög alvarlega!
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Góðan dag kæra sól

Í eldhúsinu fer ekkert til spillis. Ekki matur, ekki pláss eða neitt af þessu fallega sólskini sem flæðir inn um gluggann um miðjan dag. Glerhillurnar sem liggja þvert yfir gluggann skapa sólríkan stað fyrir kryddjurtir á sama tíma og púðabekkurinn bíður þeim sæti sem vilja veita kokkinum félagsskap.

Hliðstæðir heimar


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X