Þegar ferðin til og frá vinnu er talin í örfáum skrefum og hægt er að verja öllum vinnudeginum í náttfötunum. Hljómar eins og draumur! En eftir nokkra mánuði fyrir framan skjáinn við borðstofuborðið áttaði parið sig þó að þau þyrftu að endurhugsa heimilið. Með snjöllu skipulagi skiptu þau opnu risíbúðinni niður í svæði svo þægilegt yrði að sinna bæði vinnu og einkalífi. Nú njóta þau þess að sinna starfinu á nokkrum stöðum í íbúðinni og slökkva algjörlega á sér þegar vinnudeginum líkur og gleyma sér í tómstundum og slökun.

Morgunstund gefur gull í mund

Áður en parið sest fyrir framan hvorn sinn skjáinn verja þau góðum tíma yfir kaffibolla í stofunni. Þetta vistlega horn, skreytt minjagripum og listmunum sem þau hafa safnað í gegnum árin, skapar notalegt andrúmsloft fyrir innilegar stundir.

IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

„Heimavinna er nýr veruleiki margra og því er nauðsynlegt að endurskoða hvernig nýta megi rýmið og skapa eins mikið jafnvægi milli einkalífs og vinnu og kostur er á.“

Hans Blomquist,
innanhússhönnuður

Eins og er eru þau tvö á heimaskrifstofunni en draumur þeirra er að opna hana fyrir vinum sínum. Þau hlakka til þegar allir geta unnið á sama stað!

Fjölhæft borðstofuborð

Hugmyndin um að opna heimilið fyrir vinum sínum spratt hér við borðstofuborðið. Stólarnir eru dásamlegir fyrir matarboð en síðri til að sitja á heilan vinnudag. Fólk gæti því komið með sinn eigin vinnustól og myndað þannig skemmtilega blöndu af stólum.

 

Skoða borðstofuborð

Starfar þú heima?

Jafnvægi milli einkalífs og vinnu getur verið margslungið, sérstaklega í smærra rými. Hans Blomquist, innanhússhönnuður IKEA, er með nokkrar nytsamlegar hugmyndir um hvernig hægt er að gera heimilið að skapandi vinnustað á daginn og notalegum stað fyrir slökun á kvöldin.

Usss!

Fjarvinna þýðir töluverð skjávinna. Parið notar bókasafnið sitt til að lesa, rannsaka eða skrifa. Það er hljóðlátt skot, umvafið sögum, sem er fullkomið á milli fjarfunda.

Eins ferskt og það getur orðið!

Þegar parið flutti inn í íbúðina var tvöfaldur vaskur það eina sem ekki var umsemjanlegt. Jafnvel í litlu rými getur þú fengið pláss út af fyrir þig! Samsetning af hvítu stílhreinu yfirborði og hlýlegum við veitir rýminu létt yfirbragð, með nægu lokuðu hirslurými til að halda öllu á sínum stað.
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Við lok vinnudagsins

Svefnherbergið er eini staðurinn í íbúðinni þar sem þau geta slakað á og endurheimt orku án þess að skjár sé í augnsýn. Gæði svefnsins hafa batnað til muna með því að skilja að svæðin sem þau vinna á og þar sem þau verja frítímanum. Rétt birta og þægilegt rúm hjálpa einnig til.

Taktu skref inn á annað heimili

Hvorki meira, né minna


Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X