Þegar parið tók ákvörðun um að undirbúa heimilið fyrir samnýtanlegt vinnusvæði, þurftu þau að endurhugsa nýtingu eldhússins og skipulag þess. Ýmislegt hefur breyst, allt frá fjölgun bolla í vaskinum að umstangi í kringum hádegisverðinn. Þrátt fyrir allar breytingar og viðbætur er þetta nútímaeldhús hlaðið einstökum, persónulegum smáatriðum sem gerir það að þeirra.

„Borðpláss er lykillinn að alhliða eldhúsi líkt og þessu. Eldhúseyjuna er hægt að nýta við ólík tækifæri, eins og að bera fram matinn í hádeginu eða drykkina í veislunni.“

Hans Blomquist,
innanhússhönnuður

Opið og lokað í bland

Hirslur leika aðalhlutverk í þessu eldhúsi. Það er nægilegt hirslurými fyrir bæði persónuleg og sameiginleg eldhúsáhöld- og tæki í lokuðum hirslum undir borðplötunni og eyjunni. En það þýðir þó ekki allt sé í lokuðum hirslum; snagar og slár auðvelda aðgang að pottum, pönnum og áhöldum og gera rýmið heimilislegt.
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Stórkostleg blöndun

Rétt eins og annars staðar á heimilinu getur persónuleiki íbúanna notið sín á skemmtilegan hátt í eldhúsinu. Ekki eingöngu í gegnum ljúffenga máltíð heldur líka með vali á stíl. Þetta samnýtta eldhús hefur fágað og nútímalegt yfirbragð sem öðlast hlýleika með viðarborðplötu, litríkum veggflísum og ýmsum persónulegum munum eins og antíksilfri og listmunum.

 

Skoðaðu METOD eldhús

Hvorki meira, né minna


Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X