Þau hafa búið saman síðastliðna mánuði en hafa verið hluti af lífi hvors annars frá fyrsta degi. Hér eru þau: Systkini sem deila tveggja herbergja íbúð og láta það ganga. Og meira en það. Þau vilja bæði lifa lífinu í stað þess að kaupa kostnaðarsama hluti. Þau útbjuggu heimilið þannig að þau geta verið saman og sitt í hvoru hvoru lagi. Allt frá dans- og matarpartíum að hljóðlátum tíma út af fyrir sig, þetta gerist allt hér.

Hvernig lýsir þú stílnum á heimilinu?

„Hann er fyrst og fremst hagnýtur. Fullt af hirslum, litum og allt á góðu verði! Gangurinn endurspeglar heimilið og tekur vel á móti gestum. Þar eru snagar, hengi og skápar fyrir þá hluti sem okkur vantar áður en við förum út; meira að segja minnistöflur fyrir skilaboð. Við erum auðvitað með síma en við viljum hafa smá myndræn krúttlegheit líka.“

IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt
Fullorðin systkini sem deila tveggja herbergja íbúð. Það er hægt! Fylgstu með og sjáðu hvernig þau láta það ganga á fallegan hátt og njóta þess að vera saman og sitt í hvoru lagi með sveigjanleika í öllum rýmum.

Hvernig gengur tveimur fullorðnum systkinum að deila tveggja herbergja íbúð?

„Þegar við vorum að vaxa úr grasi sváfum við yfirleitt í koju. En ekki lengur! Þegar bróðir minn flutti inn til mín vorum við sammála um að ég fengi að halda herberginu og að við myndum búa til pláss fyrir rúmið og dótið hans í stofunni. Við reyndum að hafa húsgögnin eins sveigjanleg og mögulegt er þannig að hann fengi rými útaf fyrir sig, svo honum liði eins og heima hjá sér.“

„Við elskum að gera hluti sjálf. Við gerðum þessa skápa að okkar með því að þræða litríkt á skápahurðina“

Hvar fundið þið viðbótarhluti?

„Ég var með sófarúm fyrir sem ég notaði sem sófa, við vorum mjög heppin að finna annan alveg eins í umbúðalaust á afslætti. Við fundum mikið af húsgögnunum í umbúðalaust sem var mikill sparnaður.“
 

Lestu meira um sjálfbærni

Hefur sambúðin haft einhverja óvænta kosti með í för?

„Við þekkjum hvort annað of vel til að það komi upp eitthvað óvænt! En þegar bróður mínum vantaði stað til að búa á hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Það hjálpar auðvitað að hafa einhvern til að deila leigukostnaðinum með, við notum minni orku og vatn með því að búa saman, en til að vera alveg hreinskilin þá voru það matreiðslugaldrar hans í eldhúsinu það sem seldi mér hugmyndina. ENHET eldhúsið hefur allt það pláss sem hann vantar til þess að töfra fram máltíð. Það er mikill kostur að það sé hægt að taka eldhúsið saman og flytja á þann stað sem lífið leiðir okkur næst.“
 

Skoðaðu ENHET línuna

Hvaða staður er mest notaður?

„Áður en bróðir minn flutti inn, þá var það stofan. En þú veist hvernig þetta er: Meiri matur, fleiri vinir, fleiri matarboð! Í stað þess að skipta borðinu út fyrir stærra borðstofuborð keyptum annað eins og mitt í umbúðalaust. Við röðum þessum tveimur saman og sjáðu! Fallegt, langt, sérsniðið matarborð á góðu verði og nógu létt til að færa til þegar matarboðið breytist óvænt í danspartí.“
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Viltu húsgagnaráð sem eru góð fyrir jörðina og veskið?

Innanhússhönnuðurinn Chiara Effroi Lutteri er með góð ráð um hvernig hægt er að hanna sjálfbærara heimili og leiðréttir mýtuna um að það sé kostnaðarsamara.

Þið vinnið bæði heima. Hvernig virkar það?

„Þegar þú býrð í lítilli íbúð, þarftu að nýta allt pláss. Hornskrifstofa heillar suma en við notuðum ganginn! Við gerum ólíkar kröfur til vinnuumhverfisisn. Bróðir minn kýs að hafa allt í röð og reglu á mínímalískan hátt en ég blómstra þegar ég er umkringd litum og innblæstri. Hirslur hafa því hjálpað okkur að halda friðinn og rýmin okkar eru eins aðskilin og mögulegt er.“

Saknar þú einhvers við það að búa ein?

„Í sannleika sagt þá geri ég það ekki. Ég hélt það yrði erfitt að hafa einhvern á heimilinu alltaf, en svefnherbergið mitt er orðið að mínum stað, þar sem ég nýt þess að vera í einrúmi. Hér eru allir eftirlætishlutirnir mínir og rými til að hanga með vinum mínum.“
 

Fáðu innblástur fyrir svefnherbergið

Hvernig fær bróðir þinn tíma út af fyrir sig án þess að vera með svefnherbergi?

Garðurinn okkar er orðinn að slökunarstað bróður míns. Eftir annasaman dag, dundar hann sér þar við að vökva (og tala) við plönturnar sínar. Grænir fingur eru greinilega ekki ættgengir, það sem mig skortir er kunnátta, ég bæti það upp með brennandi áhuga á ljúffengu máltíðunum sem hann matreiðir úr mikið af heimaræktaða grænmetinu og kryddjurtunum.“
 

Skoðaðu plöntur og blómapotta

Hljómar eins og áreynslulaus breyting. Er eitthvað sem þurfti að venjast?

„Ef ég þyrfti að nefna eitthvað þá er það líklega það að deila baðherbergi aftur. Við þurftum að hugsa í lausnum því það er ekki mikið pláss. Með því að setja snaga á alla veggi þurftum við ekki eins stórt hirslurými. Þeir eru mjög fjölhæfir. Þarf að hengja upp handklæði? Það er snagi fyrir það! Svo er hægt að hengja snyrtitöskurnar á þá. Það er jafnvel hægt að hengja moppuna tímabundið á snaga eða þurrkgrindina.“
IKEA
IKEAalt
IKEA
IKEAalt

Skoðaðu öll heimilin


Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X