„Hann er fyrst og fremst hagnýtur. Fullt af hirslum, litum og allt á góðu verði! Gangurinn endurspeglar heimilið og tekur vel á móti gestum. Þar eru snagar, hengi og skápar fyrir þá hluti sem okkur vantar áður en við förum út; meira að segja minnistöflur fyrir skilaboð. Við erum auðvitað með síma en við viljum hafa smá myndræn krúttlegheit líka.“
„Þegar við vorum að vaxa úr grasi sváfum við yfirleitt í koju. En ekki lengur! Þegar bróðir minn flutti inn til mín vorum við sammála um að ég fengi að halda herberginu og að við myndum búa til pláss fyrir rúmið og dótið hans í stofunni. Við reyndum að hafa húsgögnin eins sveigjanleg og mögulegt er þannig að hann fengi rými útaf fyrir sig, svo honum liði eins og heima hjá sér.“
„Ég var með sófarúm fyrir sem ég notaði sem sófa, við vorum mjög heppin að finna annan alveg eins í umbúðalaust á afslætti. Við fundum mikið af húsgögnunum í umbúðalaust sem var mikill sparnaður.“
„Við þekkjum hvort annað of vel til að það komi upp eitthvað óvænt! En þegar bróður mínum vantaði stað til að búa á hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Það hjálpar auðvitað að hafa einhvern til að deila leigukostnaðinum með, við notum minni orku og vatn með því að búa saman, en til að vera alveg hreinskilin þá voru það matreiðslugaldrar hans í eldhúsinu það sem seldi mér hugmyndina. ENHET eldhúsið hefur allt það pláss sem hann vantar til þess að töfra fram máltíð. Það er mikill kostur að það sé hægt að taka eldhúsið saman og flytja á þann stað sem lífið leiðir okkur næst.“
Innanhússhönnuðurinn Chiara Effroi Lutteri er með góð ráð um hvernig hægt er að hanna sjálfbærara heimili og leiðréttir mýtuna um að það sé kostnaðarsamara.
„Í sannleika sagt þá geri ég það ekki. Ég hélt það yrði erfitt að hafa einhvern á heimilinu alltaf, en svefnherbergið mitt er orðið að mínum stað, þar sem ég nýt þess að vera í einrúmi. Hér eru allir eftirlætishlutirnir mínir og rými til að hanga með vinum mínum.“
Garðurinn okkar er orðinn að slökunarstað bróður míns. Eftir annasaman dag, dundar hann sér þar við að vökva (og tala) við plönturnar sínar. Grænir fingur eru greinilega ekki ættgengir, það sem mig skortir er kunnátta, ég bæti það upp með brennandi áhuga á ljúffengu máltíðunum sem hann matreiðir úr mikið af heimaræktaða grænmetinu og kryddjurtunum.“
Product added to your favorites
Product removed from your favorites