„Mig langar að einfalda líf mitt, en ég elska hlutina mína. Hvernig fer ég að því að velja úr?“

Naumhyggja verður sífellt vinsælli og það er ekki að ástæðulausu. Margir aðhyllast stefnuna af umhverfisástæðum; til að draga úr óhófi og neysluhyggju, aðrir heillast af hugmyndinni um afslappaðra heimili án óreiðu og hjá sumum vegur fjárhagslegt vægi mest. En þurfum við að vera svona róttæk til að leita aftur í einfaldleikann? Innanhússhönnuðurinn Hans Blomquist vill meina að svo þurfi ekki að vera!
 

Ekkert hvítt í sjónmáli

Hvítt og nútímalegt er oft það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar fólk heyrir talað um mínímalísk heimili. Að mati Blomquist getur það virkað frekar ópersónulegt og kuldalegt. Samkvæmt honum er auðvelt að hanna látlaust rými sem er bæði hlýlegt og notalegt. Djúpur brúnn litur varð fyrir valinu á alla veggi svo bætti Blomquist við hlutum úr náttúrulegum efnum til að fá mýkt og heimilislegt andrúmsloft.

IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Jafnvægi á milli huga og heimilis

Naumhyggja snýst ekki aðeins um að losa sig við hluti. Hjá Blomquist snýst hún frekar um breyttan hugsunarhátt: Vanda valið, hugsa vel um hlutina sem þú átt nú þegar og skipulag!

Tímalaus gæði og hönnun

Meðvituð húsgagnakaup fyrir heimilið eru gerð með bæði framtíðina og nútíðina í huga. Fjárfestu í hlutum sem hafa góða endingu og eru nytsamlegir á fjölbreyttan hátt, hannaðir til að detta ekki úr tísku eftir ár. Náttúrulegur viður af sjálfbærari uppruna er eitt af eftirlætishráefnum Blomquist: Hann er sterkur og verður fallegri eftir því sem árin líða.

Taktu skref inn á annað heimili

Tími fyrir breytingar


Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X