Teikniforrit fyrir eldhúsið

Með IKEA Home planner teikniforritinu getur þú hannað og innréttað rýmið sjálf/ur.

Sækja teikniforrit

Teikniþjónusta

Ef þú treystir þér ekki í að teikna upp eldhúsið sjálf/ur geturðu haft samband við sérfræðingana okkar sem teikna eldhúsið upp fyrir þig. Sú þjónusta er án endurgjalds. Fylltu út hönnunarbeiðni hér. Við getum mælt með aðila til að koma heim eða á skrifstofuna og mæla rýmið svo uppsetningin gangi fljótt og örugglega. Nánari upplýsingar færðu með því að hringja í síma 520 2500 eða senda tölvupóst á netfangið teikningar@IKEA.is

Hönnunarbeiðni

Uppsetningarleiðbeiningar fyrir PC

  1. Lestu og samþykktu leyfissamninginn.
  2. Smelltu á „Install Player“ („Setja upp spilara“).
  3. Þú færð tilkynningu frá vafranum þínum, sem biður um leyfi til að halda áfram í uppsetningu.
  4. Smelltu á „Allow“ („Leyfa“).
  5. Vafrinn mun biðja um leyfi til að byrja uppsetningu.

    Ef þú ert með Firefox vafrann, fylgdu skrefum 6-9. Ef þú ert með Internet Explorer vafrann, fylgdu skrefum 10-14.
     
  6. Smelltu á „Install“ („Setja upp“).
  7. Endurræstu vafranum.
  8. Þegar vafrinn opnast aftur ferðu beint á upphafssíðuna.
  9. IKEA Home Planner ætti núna að virka!
  10. Smelltu á „Install“ („Setja upp“).
  11. Athugaðu! Það fer eftir notandaleyfunum á tölvunni þinni, en þú gætir fengið frekari tilkynningar um að halda áfram með uppsetninguna. Ef það gerist skal smella á „Yes“ („Já“).
  12. Nú fer vafrinn á „Player Installation“ („Uppsetning spilara“) síðuna.
  13. Þegar búið er að hlaða niður og setja upp forritið fer vafrinn á upphafssíðuna.
  14. IKEA Home Planner ætti núna að virka!

Uppsetningarleiðbeiningar fyrir MAC

  1. Lestu og samþykktu leyfissamninginn.
  2. Smelltu á „Install Player“ („Setja upp spilara“).
  3. Nú ættir þú að sjá forritið hlaðast niður. Lengd niðurhleðslu fer eftir hraða nettengingarinnar þinnar.
  4. Þegar niðurhleðslu er lokið skaltu opna fellilistann fyrir niðurhleðsluna.
  5. Athugaðu! Uppsetningarglugginn gæti opnast bakvið vafrann þinn.
  6. Glugginn ætti að sýna íbótina (plug-in) NP_2020Player_IKEA.
  7. Dragðu NP_2020Player_IKEA.plugin táknið yfir í Internet íbótarmöppuna til að afrita skjalið þangað.
  8. Ef þörf er á frekari réttindum til að setja upp íbótina gætir þú þurft að smella á „Authenticate“ („Auðkenna“) og skrá notandanafn og lykilorð fyrir tölvuna.
  9. Ef notandi hefur nú þegar sett upp íbótina þá færð þú beiðni um að skipta henni út. Smelltu á „Replace“-hnappinn („Skipta út“).
  10. Til þess að klára uppsetninguna þarf að endurræsa vafranum, því þarf að loka vafranum fullkomlega (Command/Skipun-Q) og opna aftur.
  11. IKEA Home Planner ætti núna að virka!

Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X