Lítið herbergi með mikið af persónuleika
Ef svefnherbergið er eina rýmið á heimilinu sem endurspeglar þig hvetjum við þig til að fara alla leið! Hvort sem þú ert með mikið af plássi, eða ert í íbúð af smærri gerðinni gerðu þá það sem þú getur til að gera svefnherbergið persónulegt svo það fari ekki á milli mála hver sefur þar.
Þetta eru nokkrir af uppáhaldshlutunum þínum
Samansafna af antíkplakötum sem samleigjendur þínir kunna ekki að meta. Eða viðkvæma tesettið sem þú erfðir og treystir engum öðrum til að nota. Svefnherbergið staðurinn þar sem þú getur notið þess að hafa eftirlætishlutina þína sýnilega! Hlutirnir sem þú heldur upp á þurfa ekki endilega að vera skrautmunir. Sófi getur verið hentug viðbót við svefnherbergið svo þú og gestirnir þínir getið hangið saman í einrúmi, hann er líka fullkominn til þess að gleyma sér með góða bók í næði.
Ef herbergið er með lítið gólfpláss er snjallt að velja rúmgrind sem hefur rými fyrir hirslu. Það sem er jafnvel enn betra er náttborð sem er líka hirsla. Þú rúllar því undan rúminu þegar það er kominn háttatími og setur það svo aftur undir rúm þegar þú ferð á fætur!
Hlutir sem segja sögu alla daga
Hér er blanda af opnum og lokuðum hirslum sem eru bæði hagnýtar og persónulegar. Í svefnherberginu eru skúffur og kassar fyrir nærföt, sokka og árstíðabundinn klæðnað og opnar einingar og hillur til að eftirlætisflíkurnar fái að njóta sín þegar þær eru ekki í notkun.