FIXA
Filttappar, 20 í setti,
grátt

95,-

Magn: - +
FIXA
FIXA

FIXA

95,-
Vefverslun: Til á lager
Haltu gólfunum fallegum lengur með endingargóðum sjálflímandi hlífðartöppum sem koma í veg fyrir rispur. Hannaðir til að passa vel á húsgögnin sem og að nýta hráefnið sem best.
FIXA filttappar, 20 í setti

Færri rispur með minna efni

Vissir þú að við erum með vörur sem gestir munu ekki taka eftir heima hjá þér? FIXA sjálflímandi filttappar eru dæmi um slíka vöru. Þeir fela sig undir stólum, borðum og blómapottum og sinna smáu en afar mikilvægu hlutverki. Við hönnuðum þá upp á nýtt til þess að þeir hentuðu fleiri heimilum betur, ásamt því að nota minna efni.

„Flestir filttappar eru hringlaga eða ferkantaðir,“ segir Percy Norrman, verkfræðingur í hönnunarteymi FIXA filttappa. Ásamt teyminu skoðaði hann kosti þess að hafa aðra lögun á töppunum. Þau prófuðu að klippa örlítið af þeim.

Minímalísk hönnun og minni kostnaður

„Við ákváðum að nota sexhyrningsformið líkt og býflugur. Þetta form er algengt í náttúrunni og það nýtir plássið vel. Lögunin passar á bæði hringlaga og ferkantaða fætur,“ Annar kostur er minni efnisnotkun. Percy og teymið reiknuðu út að efnið sem var á milli hringlaga tappanna jafngilti að meðaltali 40 milljóna filttappa á ári. „Í stóru upplagi geta litlar breytingar breytt miklu. Við komum fleiri filttöppum á hvert blað og þurfum þá einnig minni pakkningar.“

Smáatriði sem gera gæfumuninn.

FIXA filttapparnir eru úr 70% endurunnu plasti. Samkvæmt Percy er hægt að gera fleiri en 100 tappa úr einni 1,5 lítra PET-plastflösku. „Að auki gátum við fækkað skrefum í framleiðslukeðjunni með því að sleppa því að bleikja endurunna plastið – í staðinn heldur efnið náttúrulegum lit sínum. Nýja hönnunin hentar fleiri heimilum en það sem er enn betra er að við nýtum auðlindir betur og höfum þannig minni áhrif á umhverfið.“

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er endurunnið pólýester?

Þegar við framleiðum vörur úr endurunnu pólýester fá PET-flöskur og annað úr pólýester nýtt líf í hlutum eins og vefnaðarvörum, kössum, eldhúsframhliðum og jafnvel ljósum. Þegar þú notar þessar vörur færð þú sömu gæði og virkni og frá vörum úr nýju pólýester. Að sjálfsögðu eru þessar vörur jafn hreinar og öruggar og aðrar vörur. Það sem er samt allra best er að þú stuðlar einnig að minni hráefnisnotkun.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X