HAVSTORP
Skúffuframhlið,
40x20 cm, brúndrappað

1.450,-

HAVSTORP
Varan er afgreidd úr vöruhúsi IKEA og því er vöruvöktun ekki í boði. Vinsamlega hafðu samband við þjónustuver eða komdu í verslunina til að leggja inn biðpöntun.
HAVSTORP

HAVSTORP

1.450,-
Vefverslun: Uppselt
HAVSTORP línan í brúndröppuðu hefur beinar línur og slétt yfirborð. Góður valkostur ef þú vilt einstakan stíl sem gerir eldhúsið að þínu.
HAVSTORP skúffuframhlið

Listin við að bæta litum við eldhúsið

Langar þig í eldhús í lit en ert ekki viss um hvort það passi inn á heimilið? Til að auðvelda þér valið hafa litasérfræðingar okkar unnið vel að því að finna milda litatóna fyrir HAVSTORP eldhúshurðir og skúffuframhliðar.

Það tekur yfirleitt tvö ár að hanna og þróa nýjar eldhúshurðir og skúffuframhliðar. Að finna rétta litinn er hluti af því ferli. Flavia Melesi, sem starfar sem vöruhönnuður hjá okkur, segir að teymið byrji yfirleitt á að skoða það sem er að gerast í heiminum. „Það eru ekki hraðvirku tískubylgjurnar sem hafa áhrif á litina á eldhúshurðum og skúffuframhliðum heldur hægari hreyfingar. Við viljum finna liti sem þú getur búið við í langan tíma. Hvort sem heimilið þitt er stórt, lítið, nútímalegt eða hefðbundið.“

Litirnir eru vandlega valdir

Fyrir HAVSTORP þróaði teymið úrval af mildum litum sem virka vel á stærri flötum eins og á eldhúshurðum og skúffuframhliðum. Næsta skref var að sjá hvernig litirnir bregðast við mismunandi birtu. „Við setjum öll litasýni í ljósakassa þar sem við getum líkt eftir ýmsum gerðum dagsbirtu og lýsingar til að sjá hvernig liturinn bregst við. Starf okkar þýðir að þú getur treyst litnum og að grátt eldhús lítur í raun alltaf út fyrir að vera grátt,“ segir Flavia. „Þú ættir því að geta fundið fyrir öryggi með litavalið.“

Fellur að heimilinu

Þar sem við hjá IKEA erum með allt heimilið undir einu þaki getum við alltaf þróað og prófað nýjar vörur sem passa við annað í vöruúrvalinu okkar. „Þannig sjáum við litina í réttu samhengi og tryggjum að þeir vinni saman með borðplötum, tækjum, vöskum og mismunandi viðartegundum. Við pössum þannig að vörurnar falli vel að heimilinu svo að það geti orðið að samfelldri heild.“ Þegar búið er að ákveða lit á HAVSTORP eldhúsframhliðar býður þér skemmtilegt verkefni í að velja hnúða, handföng og aukahluti. „Allt það sem gefur eldhúsinu persónulegt yfirbragð og tilfinninguna fyrir því að koma heim í sitt eigið eldhús.“

Sjá meira Sjá minna

Form/Hönnunarferli

Listin við að bæta litum við eldhúsið

Það eru ekki hraðvirku tískubylgjurnar sem hafa áhrif á litina á eldhúshurðum og skúffuframhliðum okkar, þess í stað horfum við til hægari hreyfinga í heiminum – hvort sem eldhúsið er stórt, lítið, nútímalegt eða hefðbundið. Þegar þú hefur fundið rétta litinn fyrir þig getur þú haldið áfram að velja hnúða, höldur og ýmsa aukahluti. Allir þessir hlutir eru það sem gerir eldhúsið að þínu.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X