Gamaldags sveitastíll eða nýjasta tíska? Erfitt val? Sjáðu til, það er hægt að draga lærdóm af þessari borðstofu – blanda einfaldlega ólíkum stílum saman! Þessir tveir passa skemmtilega saman og eins og sést þá er auðveldlega hægt að ná fram fallegu jafnvægi á milli fortíðar og nútíðar í sjö einföldum skrefum.

Litapalletta sem eldist vel

Tískulitir koma og fara en bjartur hvítur bakgrunnur kemur til með að þjóna borðstofunni um ókomin ár. Hann passar svo að segja við allt, veitir eldri húsgögnum ferskt útlit og það er óþarfi að breyta honum ef þú skiptir um stíl seinna meir.
 

Næsta stopp: Hirslur

Glerskápar eru einkennandi fyrir sveitastíl og þessi gegnir einnig mikilvægu hlutverki. Hann geymir allt leirtau og glös nærri borðstofunni. Breið einingin passar nánast fullkomlega upp við vegginn og fyrir ofan hann er nóg pláss fyrir skrautmuni og listaverk.
 

Skoða IDANÄS línuna

Erfðagripir og nytjamarkaður, eða hvað?

Til að skapa skemmtilegan sveitastíl á heimilinu er snjallt að blanda saman alls konar hlutum. Mismunandi diskar, skálar og glös með rúnnaðar brúnir eða upphleypt mynstur, í náttúrulegum litum eða með gyllingu á allt sinn stað í borðstofuskápnum. Það gæti alveg eins verið að þessu hafi verið safnað í gegnum árin.
 

Skoða borðbúnað

Fegraðu með fallegum framreiðslufötum

Víkið til hliðar myndarammar. Diskar og annar borðbúnaður sóma sér jafn vel á vegg og borði – við erum viss um að langalangamma þín hefði verið sammála. Hér eru hlutum eins og lömpum og kertastjökum, vösum og bókum raðað saman til að vekja upp tilfinningar um þá gömlu góðu daga á ferskan og nýjan hátt.
 

Skoða borðbúnað

Borðhald upp á gamla mátann

Næst á dagskrá er borðstofuborðið. Útskorni fóturinn ásamt öðrum fallegum smáatriðum gefur því heilmikinn sjarma og vekur upp hughrif frá öðru tímabili. Borðið er smátt um sig og hringlaga og hentar þessu litla rými vel. Viðbótarstækkunin gerir þeim svo kleift að bæta við tveimur gestum.
 

Skoða borð

Sumt er héðan, annað þaðan

Þegar þú hélst að sveitastílinn yrði alltumlykjandi þá bætist við áhrifamikið loftljós til að hrista upp í hlutunum. Það grípur svo sannarlega augað og dregur athygli að borðstofuborðinu, á sama hátt smellpassa mjúku línurnar og hvíti liturinn við annað á heimilinu.
 

Skoða skerma

Má bjóða þér sæti?

Stólarnir eru síðasta púslið í borðstofuna – og þó að stólarnir séu úr sitthvorum stílnum, annars vegar nútímastíl og hins vegar hefðbundnum sveitastíl, er þetta einfaldlega púsl sem passar saman. Tveir fallega hvítir látlausir stólar með rúnnuðum köntum og tveir handofnir stólar úr náttúrulegum reyr til að brjóta upp borðhaldið. Gjörðu svo vel!
 

Skoða stóla

Taktu skref inn á annað heimili

Allt á einum vinnudegi


Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X