Þótt rýmið sé lítið er nóg pláss fyrir eldhúsbúnaðinn sem þær elska og þurfa. Hvernig? Með því að hanna það með geymslupláss í huga. Skápar, skúffur, hillur, slár, hjólavagnar og krukkur eiga öll sinn stað hátt og lágt – og smellpassa að auki við stíl heimilisins.
Ein af ástæðunum fyrir skilvirkni eldhússins er skipulagið; uppvaskið er á einum stað, undirbúningur máltíða fer fram á öðrum stað og matreiðslan á þeim þriðja. Það er því nóg pláss til að sinna þessu öllu án þess að þær troði hvor annarri um tær.
Hans Blomquist,
innanhússhönnuður
Þessar samrýmdu mæðgur elska að fylla á matarbúrið. Þær dunda sér til dæmis við að útbúa kryddblöndur og sultur sem passa fullkomlega með heimabökuðu súrdeigsbrauði – ef þær geta útbúið matinn sjálfar, þá gera þær það.
Product added to your favorites
Product removed from your favorites