SKRATTMÅS
Hindrunarbraut

3.990,-

2.990,-

Magn: - +
SKRATTMÅS
SKRATTMÅS

SKRATTMÅS

3.990,-
2.990,-
Vefverslun: Til á lager
Stökkva, skríða, hlaupa aftur á bak og áfram! Hægt er að setja upp hindrunarbrautina á marga vegu. Skemmtilegt fyrir börn, hvort sem þau eru ein eða fleiri saman.
SKRATTMÅS hindrunarbraut

Meiri hreyfing

Með Barna IKEA viljum við hvetja til meiri hreyfingar: hoppa, hlaupa, gleði og leikir. Rannsóknir sýna að hreyfing spilar stórt hlutverk í vellíðan barna og er gott veganesti út í lífið.

Maria Ekblom, dósent hjá Swedish School of Sports and Health Sciences, rannsakar áhrif hreyfingar á börn. „Við vitum að hreyfing í réttu magni hefur jákvæð áhrif á líkamann, vöðvastyrk, hjarta- og æðakerfi, blóðþrýsting og blóðsykur.

Líkaminn vill hreyfa sig

„Rannsóknir sýna að hreyfing bætir andlega heilsu og hefur jákvæð áhrif á ákveðna vitsmunalega virkni. Jafnframt hefur hreyfing á barnsaldri áhrif á venjur okkar og heilsu þegar við fullorðnumst. En hversu mikil hreyfing er æskileg? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með að börn milli 5 og 17 ára hreyfi sig að minnsta kosti í klukkustund á dag. Að auki er gott að fá meira krefjandi hreyfingu tvisvar í viku til að fá hjartsláttinn upp.

Finndu taktinn

María er með góð ráð til að finna tíma og orku fyrir reglulega hreyfingu. „Til dæmis er sniðugt að hjóla eða labba í skólann ef möguleiki er á. Eða að leika við vini úti.“ Yngri börn hafa yfirleitt náttúrulega mikla hreyfiþörf en þurfa kannski smá hvatningu þegar þau verða eldri, segir Maria. „Ég tel mikilvægt að gefa börnum tækifæri til að æfa íþróttir eða annað sem passar þeirra áhugasviði og aldri. Og ef þau finna sig í íþróttinni er auðveldara að koma hreyfingu upp í vana – sem endist.“

Sjá meira Sjá minna

Form/Hönnunarferli

Hannað í samráði við börn

Börn eru mikilvægasta fólkið í heiminum og við eru forvitin að heyra hvað þau hafa að segja þar sem við gerum vörur fyrir þau! Þess vegna bjóðum við börnum upp á skapandi og fjörugar vinnustofur þar sem þau fá að taka þátt í vöruþróuninni. Þar geta þau tjáð sig um vörurnar, teiknað og sýnt okkur eða sagt hvað er þeim mikilvægt. Skoðanir barnanna skipta máli og hjálpa okkur að gera vörurnar betri. Þau eru náttúrulega sérfræðingarnir!

Eiginleikar

Hreyfing þjálfar allan líkamann

Börn um allan heim elska að hoppa, skoppa og gera kollhnís og eru algjörlega ómeðvituð um að þau eru að þjálfa hreyfifærni á sama tíma. Þrautabrautir, boltaleikir og að skríða í gegnum göng hjálpar barninu að þróa skynfæri, sérstaklega samhæfingu og jafnvægi. Hreyfing er mikilvæg fyrir vellíðan barna og fullorðna – alla okkar ævi.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X