Auðvelt að halda hreinu með því að þurrka af með rökum klút.
Það er auðvelt að halda dýnunni hreinni en þú getur fjarlægt dýnuáklæðið og þvegið það í þvottavél.
Slitfletir eru klæddir með Grann – mjúku, þægilegu og sterku hágæðaleðri með náttúrulegum litbrigðum. Aðrir hlutar eru klæddir með Bomstad, húðuðu efni.
Svefnsófinn er með 12 cm þykkri dýnu úr hágæða svampi sem veitir góðan stuðning við líkamann og slétt svefnyfirborð án samskeyta.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Hægt er að raða sófaeiningunum saman á mismunandi vegu til að fá þá stærð og lögun sem hentar þér og heimilinu.
Búðu til samsetningu með teikniforritinu. Settu saman, taktu í sundur og settu aftur saman þar til allt er fullkomið.
Þú breytir sófanum auðveldlega í rúmgott og notalegt rúm með því að fjarlægja sessurnar og bakpúðana og draga út grindina. Tilvalinn svefnstaður fyrir þig eða næturgesti.
Mjúkur sófinn endist lengi þar sem sessurnar eru fylltar með eftirgefanlegum svampi sem veitir góðan stuðning og nær fljótt réttri lögun þegar þú stendur upp úr honum.
Rimlarnir í botninum vinna með dýnunni til að veita persónulegri þægindi og notalegan stuðning.