Skoðaðu nýjustu upplýsingar um samhæfni í App Store eða Google Play.

Niðurhal fyrir Android

Niðurhal fyrir iOS

  1. Athugaðu hvort kveikt sé á gáttinni. Ef ekki skaltu athuga hvort hún sé ekki örugglega tengd við rafmagn.
  2. Athugaðu hvort gáttin sé tengd beininum heima hjá þér með snúru og að beinirinn sé tengdur Internetinu.
  3. Til að halda áfram þarft þú að hlaða niður IKEA Home smart appinu frá Apple App Store eða Google Play og fylgja leiðbeiningunum í appinu til að setja upp gáttina.
  4. Fylgdu leiðbeiningum í appinu til að setja upp gáttina og tengja stjórntæki og lýsingu.
  5. Finndu QR-merkið á bakhlið gáttarinnar og skannaðu það með símanum þínum samkvæmt leiðbeiningum í appinu. Ef þú lendir í vandræðum við að skanna merkið getur þú skrifað það inn handvirkt. Þú finnur QR-merki gáttarinnar á bakhlið gáttarinnar. Ef þú lendir enn í vandræðum skaltu athuga hvort allar snúrur séu tengdar og prófa aftur.
  6. Vertu viss um að síminn sé tengdur við WiFi; sama netkerfi og gáttin er tengd við.
  7. Ef þú lendir í vandræðum skaltu fylgja leiðbeiningum í appinu. Þú getur endurræst vöruna með því að velja „factory reset“ og sett appið upp aftur.

Þú getur einnig fylgt leiðbeiningunum í þessum myndskeiðum:


 
Þú getur notað IKEA Home smart með Amazon Alexa ef þú ert með TRÅDFRI gátt (skoðaðu möguleika fyrir land og tungumál hjá Amazon support). Fylgdu leiðbeiningum í IKEA Home smart appinu, þ.e. virkjaðu fyrst samþættingu Amazon Alexa í IKEA Home smart appinu og síðan IKEA Home smart appið í Amazon Alexa appinu. Ef þú lendir í vandræðum skaltu gera samþættinguna óvirka í bæði IKEA Home smart appinu og Amazon Alexa appinu og virkja svo aftur, fyrst í IKEA Home smart appinu og síðan í Amazon Alexa appinu.
Þú getur notað IKEA Home smart með Google Assistant ef þú ert með TRÅDFRI gátt (skoðaðu möguleika fyrir land og tungumál hjá Google support). Fylgdu leiðbeiningum í IKEA Home smart appinu, þ.e. virkjaðu fyrst samþættingu Google Assistant í IKEA Home smart appinu og síðan IKEA Home smart í Google Home appinu. Ef þú lendir í vandræðum skaltu gera samþættinguna óvirka í bæði IKEA Home smart appinu og Google Home appinu og virkja svo aftur, fyrst í IKEA Home smart appinu og síðan í Google Home appinu.

Þú getur stillt IKEA Home smart vörur aftur á grunnstillingar.

Lýsing: Ýttu sex sinnum á aðalhnappinn.

Fjarstýring, þráðlaus ljósdeyfir eða hreyfiskynjari: Ýttu á pörunarhnappinn fjórum sinnum innan fimm sekúndna.

Gátt: Opnaðu lokið á gáttinni og fjarlægðu það. Ýttu pinna í gatið efst á gáttinni í a.m.k. fimm sekúndur þar til LED ljósið hættir að blikka.

Fjarstýringarbúnaður: Ýttu pinna í gatið efst á fjarstýringarbúnaðinum í a.m.k. fimm sekúndur þar til LED ljósið hættir að blikka.

Gardínur: Ýttu á takkana sem vísa upp og niður á gardínunum og haltu þeim báðum inni í fimm sekúndur.

Svona endurstillir þú TRÅDFRI ljósaperu

Svona endurstillir þú TRÅDFRI ljósaperu

Svona endurstillir þú TRÅDFRI fjarstýringu

Svona endurstillir þú TRÅDFRI ljósdeyfi

Svona endurstillir þú TRÅDFRI hreyfiskynjara

Svona endurstillir þú TRÅDFRI gátt


Vantar þig meiri aðstoð við gáttina og IKEA Home smart appið?


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X