IKEA Home smart appið og TRÅDFRI gáttin auðvelda þér að stýra snjallheimilinu. Þú getur stillt tækin til að vekja þig, búið til senur og stýrt aukahlutum. Horfðu á myndskeiðið og sjáðu fyrstu skrefin með TRÅDFRI setti.

Þú getur stillt lýsinguna til að vekja þig, tímasett Home smart vörurnar þannig það kviknar á ljósum, tónlist byrjar að hljóma og gardínur fara upp eða niður á ákveðnum tíma, jafnvel þegar þú ert að heiman. Horfðu á myndskeiðið til að læra hvernig þú notar tímastillingu með IKEA Home smart appinu.

Þegar þú notar „Rise and Shine“ tímastillinn byrja ljósin smátt saman að verða bjartari, 30 mínútum fyrir settan tíma. Á þessum hálftíma fara þau úr hlýjum lit í bjartan. Þú getur ennig notað tímastilli með gardínunum.
Í IKEA Home smart appinu getur þú haft þrjá mismunandi tímastilla: „Rise and Shine“ til að stilla ljósin til að vekja þig, „Away from Home“ til að kveikja og slökkva á ljósnum eins og þú sért heima og „Light and Dark“ til að gera heimilið bjartara eða dimmara nákvæmlega á þeim tímum sem þú vilt.

Appið er þér að endurgjaldslausu!

Niðurhal fyrir Android

Niðurhal fyrir iOS

Þú getur stillt tungumálið í appinu með því að fara í stillingar (gráa gírstáknið í efra hægra horninu). Farðu í tungumálastillingar (language settings) og veldu tungumál.
Þú finnur það í IKEA Home smart appinu neðst á stillingasíðunni undir „Clear all settings“.
Allt að tíu snjallsímar eða spjaldtölvur geta tengst ljósunum á sama tíma með sömu gátt.
Nei, þú þarft að bæta IKEA Home smart vörunum við gáttina. IKEA Home smart appið leiðbeinir þér í hverju skrefi.

Gáttin lætur vita þegar hún er tengd heimanetinu. Nánari leiðbeiningar eru í myndskeiðinu hér fyrir neðan.

Þú einfaldlega samþykkir uppfærslu sem IKEA Home smart appið biður um.
Í appinu er boðið upp á möguleika á að endurstilla með „Clear all setting“, þú getur notað það til að eyða út stillingum úr kerfinu. Ef þú setur upp kerfið á nýja heimilinu án þess að hreinsa stillingar eru vörurnar þínar enn tengdar því. Því gæti verið auðveldara að endurskipuleggja kerfið í appinu.
Þú velur „aftengjast“ frá gáttinni ef þú vilt tengjast annarri gátt. Það gæti verið að þú sért með eina gátt í vinnunni og aðra heima. Til að fara á milli gátta þarft þú að skrá þig út. Allar stillingar (senur) eru vistaðar í gáttinni og aðeins í þeirri gátt.
Nei, þú getur aðeins stýrt IKEA Home smart vörunum með IKEA Home smart appinu þegar þú ert innan WiFi-svæðis. Uppsetning með Amazon Alexa, Apple HomeKit eða Google Assistant gefur þér þó færi á að stýra ljósunum þegar þú ert ekki innan WiFi-svæðis á heimilinu. Skoðaðu möguleika fyrir land og tungumál hjá Apple, Amazon og Google support.
IKEA Home smart appið virkar með Android (KitKat 4,4 eða Lollipop 5,0) og iOS (iOS 9 eða nýrri).
Gáttin er lítill búnaður sem tengir IKEA Home smart vörurnar þínar við IKEA Home smart appið í gegnum heimanetið, þannig að þú getir stýrt ljósunum með snjallsíma hvaðan sem er á heimilinu. IKEA Home smart appið stýrir ekki IKEA Home smart vörunum án gáttarinnar.
Þú þarft WiFi-beini með auka LAN-innstungu, IKEA Home smart vöru á borð við ljósaperu eða gardínu og stjórntæki.
Þú getur breytt birtu og lit á þyrpingu af ljósum eða hverju ljósi fyrir sig beint í gegnum IKEA Home smart appið. Breytt gardínum, stýrt raftækum sem eru tengd fjarstýringarbúnaði og stillt tíma.
IKEA gerir ýmsar öryggisráðstafanir til að ganga úr skugga um að vörurnar séu eins öruggar og uppfærðar og mögulegt er, á þeim tíma sem þær eru keyptar. IKEA Home smart vörur nota 128-bit AES staðla og eru prófaðar og samþykktar í samræmi við viðeigandi staðla fyrir þráðlausar vörur.
IKEA safnar engum persónulegum upplýsingum þegar þú notar IKEA Home smart.
Mikil áhersla er lögð á öryggi hjá IKEA. Líkt og allar aðrar vörur þá fylgja IKEA Home smart vörur öllum viðeigandi öryggiskröfum og –stöðlum. Til að tryggja enn betur IKEA Home smart kusum við lokaðan verkvang (closed platform).
Við erum í nánu samstarfi við Amazon, Google og Apple til að tryggja öryggi IKEA Home smart varanna. Mikil áhersla er lögð á öryggi hjá IKEA. Líkt og aðrar vörur þá fylgja IKEA Home smart vörur öllum viðeigandi öryggiskröfum og- stöðlum.
IKEA Home smart appið leiðir þig áfram í uppsetningu fyrir Amazon Alexa, Apple HomeKit og Google Assistant í farsímanum þínum. Skoðaðu möguleika fyrir land og tungumál hjá Apple, Amazon og Google support.
Þú getur notað IKEA Home smart vörurnar með Amazon Alexa, Apple HomeKit og Google Assistant í löndum þar sem TRÅDFRI gátt er seld og þar sem fyrrnefndar þjónustuleiðir eru til staðar. Skoðaðu möguleika fyrir land og tungumál hjá Apple, Amazon og Google support.
Einu upplýsingarnar sem IKEA gefur Amazon, Apple eða Google aðgengi að eru vöruupplýsingar á borð við gerð, nafn og starfsástand. Það er nauðsynlegt svo að samþætting geti virkað sem skyldi. IKEA geymir ekki, né deilir, persónuupplýsingum.

Vantar þig meiri aðstoð við gáttina og IKEA Home smart appið?


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X