Hvað gerir heimili að heimili? Það er sama hvern þú spyrð og af hvaða kynslóð einstaklingurinn er, heimilisfólkið hér svarar allt með sama hætti; fjölskylda, góður matur og skemmtilegar stundir. Í þessari líflegu íbúð er nóg af þessu öllu ásamt hagnýtum húsbúnaði á ótrúlega lágu verði. 

Heimalagað hefur vinninginn, hiklaust

Máltíð á veitingastað og skyndibitamatur eru kostnaðarsamir kostir fyrir fimm manna fjölskyldu – ekki misskilja, þau elska að gera vel við sig í mat. Eftirlætisstaðurinn er þeirra eigið eldhús, þar er alltaf gott framboð af hráefni og áhöldum. Á matseðli í kvöld? Ítölsku kjötbollurnar hans afa!

Stór veisla á góðu verði

Borðhald fyrir alla fjölskylduna og jafnvel fleiri: Raðaðu saman tveimur MELLTORP borðum, bættu við átta STEFAN stólum og hengdu upp tvö SKURUP loftljós.

Sundur og saman

Fjölskyldumáltíðir eru skylda, en tíminn á milli morgun- og kvöldmatar fer í það að allir sinni sínu. Leyndarmálið að baki þess að búa í sátt og samlyndi – að minnsta kosti meiri hluta tímans! – er einmit það að hver og einn verji tíma út af fyrir sig. Alhliða stofa eins og þessi er hjálpleg, henni er skipt niður svo auðvelt sé að sinna mismunandi áhugamálum á sama tíma. Mamma getur glamrað á gítarinn í einu horninu á meðan afi horfir á uppáhaldsþáttinn hinum megin í stofunni. Allir eru hamingjusamir!

Svart og hvítt ... og allt annað en leiðinlegt

Djarft eftirtektarvert heimili þarf ekki að tæma bankabókina. Innanhússhönnuðurinn Mia Gustafsson sýnir hvernig þú getur haft svart og hvítt í grunninn og bætt við það hlýju og persónuleika.

Gangur, geymsla og hokkívöllur, allt í senn!

Á heimili þar sem margt er að gerast á sama tíma, getur verið áskorun að geyma dót sem fylgir þremur kynslóðum. Þessi langi gangur rúmar mikið af dóti sem fylgir þeim; hér eru hirslur í öllum stærðum og gerðum til að halda utan um skó, jakka og íþróttabúnað.
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Fáðu sem mest út úr hverri krónu og hverjum rúmmeter

Ef þú ert ekki með aukarými þá er þetta svefnherbergi með snjallar lausnir í hverjum krók og kima. Hér finnur þú rúm sem er líka kommóða, hirslu sem nær upp í loft með gardínum í stað hurða og fyrirferðarlitla snyrtiaðstöðu sem er útbúin úr einfaldri hillu og kolli sem smellpassar undir.

Fótboltaunnandinn

Jafnvel þegar hann er ekki úti að sparka í boltann þá er ástríða hans fyrir fótbolta augljós. Og það er heppilegt að fótboltaþema passar vel við svarta og hvíta stílinn. Skrifborðið hans og leikfangahirslan voru valin með langtímanýtingu í huga, hannað til að lagast að vexti og þroska fótboltastráksins.

Lengri lúr, minna eyðsla

Nei, þig er ekki að dreyma! Skapaðu notalegt hreiður með bólstraðri SLATTUM rúmgrind, SPIKVALLMO sængurverasetti ásamt tveimur HEKTAR vegglömpum

Taktu skref inn á annað heimili

Hliðstæðir heimar


Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X