Hér finnur þú svör við algengum spurningum varðandi IKEA Home smart. Þú getur notað búnaðinn með fjarstýringu, en ef þú vilt tengja hann við snjalltæki, þarftu að sækja appið og eiga TRÅDFRI gáttina.
Töfrarnir gerast þegar þú bætir TRÅDFRI gáttinni við netbeinirinn þinn og sækir IKEA Home smart appið. Gáttin gerir þér kleift að tala við vörur sem eru tengdar við IKEA Home smart vörur. Þú getur bætt snjalllýsingu og rafknúnum rúllugardínum við ásamt því að stjórna tenglum (til að gera tengd raftæki snjöll). Þá getur þú stýrt heimilinu með appi: Þú getur ákveðið fyrir fram hvenær ljósin eigi að slokkna og kvikna, hvenær rúllugardínurnar eiga að fara upp og niður og stillt mismunandi stemningu í appinu sem þú getur virkjað með einum hnappi.
Hvort sem þú vilt nýta þér appið eða fjarstýringu erum við lausn fyrir þig! Þú getur breytt stemningu heimilisins með einum smelli á fjarstýringunni eða appinu, veifað hendinni eða einfaldlega notað röddina.
Stýrðu Home smart vörunum með einum hnappi.
Gerðu heimilið öruggara með lýsingu sem kviknar um leið og skynjarinn greinir hreyfingu.
Með appinu er hægt að tímastilla ljósin og mismunandi stemningu til að gera daglegt líf þægilegra.
Stýrðu Home smart vörunum með röddinni. Raddstýringing virkar með Amazon Alexa, Google Assistant og Apple HomeKit.
Þegar þú sérð þetta merki á vöru, getur þú verið fullviss um að hún virkar með Home smart appinu og hægt sé að tengja hana með TRÅDFRI appinu.
Product added to your favorites
Product removed from your favorites