Réttar mælingar eru áríðandi þar sem þær eru grunnurinn að nýja eldhúsinu. Lærðu hvernig er best að mæla rýmið svo þú getir hafist handa við að skipuleggja eldhúsið. Við leiðbeinum þér.

 
  1. Gefðu þér nægan tíma til að mæla af nákvæmni.  
  2. Skráðu hjá þér staðsetningu á innstungum, slökkvurum og öðru sem stendur út á borð við ofna, lagnir og loftræstigöt. 
  3. Notaðu leiðarvísinn til að fá ýtarlegar leiðbeiningar til að mæla eldhúsið.


Hlaða niður leiðarvísi (pdf)
Það er ekki erfitt að mæla eldhúsið en það er mjög mikilvægt að málin séu rétt því þau eru grunnurinn að allri hönnuninni. Horfðu á myndbandið og sjáðu að hverju þarf að huga.
 

IKEA starfsmaður að mæla

Þarftu aðstoð?

Smáatriðin skipta máli. Við getum mælt með aðila til að koma heim eða á skrifstofuna og mæla rýmið svo uppsetningin gangi fljótt og örugglega. Sendu okkur línu á IKEA@IKEA.is ef þú vilt nánari upplýsingar.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X