IKEA innkallar ÅSKSTORM 40 W USB-hleðslutæki vegna hættu á rafstuði og bruna

IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga dökkgrátt ÅSKSTORM 40 W USB-hleðslutæki með vörunúmerinu 50461193, til að taka það úr umferð og skila í IKEA þar sem það verður að fullu endurgreitt.

Öryggi er alltaf efst á forgangslista IKEA og því hefur verið ákveðið að innkalla ÅSKSTORM 40 W USB-hleðslutæki í dökkgráu. Rafmagnssnúran á dökkgráa ÅSKSTORM 40 W USB-hleðslutækinu getur skemmst eða slitnað eftir að hafa verið vafin utan um hleðslutækið eða sveigð fram og til baka eftir mikla notkun. Skemmdir á snúrunni geta leitt til rafstuðs og bruna. Því er dökkgráa ÅSKSTORM 40 W USB-hleðslutækið innkallað.

Hægt er að þekkja þetta tiltekna ÅSKSTORM USB-hleðslutæki á tegundarnúmerinu ICPSW5-40-1 sem er á miðanum aftan á því.


Hægt er að skila dökkgráa ÅSKSTORM 40 W USB-hleðslutækinu í IKEA verslunina og fá það endurgreitt að fullu. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á IKEA.is.

IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X