Kræktu þér í kerru tákn

Nú getur þú líka séð um að koma stóru flötu pökkunum heim - þér að kostnaðarlausu. IKEA býður til leigu lokaðar kerrur sem rúma flest það sem ekki kemst í farangursgeymsluna. Þú færð kerruna leigða í tvær klukkustundir, kemur nýju vörunum heim og skilar henni síðan aftur. Gæti ekki verið einfaldara!

Þú færð kerruna leigða í 2 klukkutíma án endurgjalds. Hver aukaklukkustund kostar 2000 kr. 

Athugið að kerrurnar okkar eru með 13 póla tengi. Fyrir eldri bíla með 7 póla tengi þarf millistykki til að tengja kerru. Þau eru til sölu í vöruafgreiðslum okkar á 1.500 kr.

Vinsamlega athugaðu að IKEA áskilur sér rétt til að leigja ekki út kerrur ef upp koma óviðráðanlegar aðstæður.

Skilyrði fyrir því að fá kerru leigða hjá IKEA.

  • Kerran er eingöngu leigð til viðskiptavina IKEA og er farið fram á að eingöngu IKEA vörur verði fluttar með kerrunni.

  • Ætlast er til þess að kerran sé einungis nýtt til flutninga á suðvesturhorni landsins á svæði sem afmarkast af Akranesi í norðri og Selfossi í austri. Ekki er leyfilegt að aka bifreiðinni utan bundins slitlags.

  • Viðskipti við IKEA þann dag sem kerran er leigð er skilyrði og þarf leigutaki að sýna kvittun fyrir kaupum.

  • Varan eða vörurnar sem leigutaki þarf að flytja verða að vera það fyrirferðarmiklar að þær passi ekki í farangursrými fólksbíls.

  • Leigutaki þarf að framvísa gildu ökuskírteini. Bifreið leigutaka þarf að vera hæf til að draga kerruna og með gilda ábyrgðartryggingu.

  • Einungis 18 ára og eldri geta fengið kerrur leigðar hjá IKEA.

Stór kerra

Lengd 2,62 m (innanmál 2,58 m)

Breidd 1,54 m

Hæð 1,55 m

Lítil kerra

Lengd 2,58 m

Breidd 1,27 m

Til eru tvær gerðir af lokum. Hæð 100 cm og 130 cm.

Kynntu þér leigusamninginn hér.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X