IKEA býður upp á vandaða þjónustu við að hanna eldhús sem er sérsniðið að þínum þörfum og rýminu sjálfu. Oft er erfitt að koma sér af stað í framkvæmdir en við auðveldum ferlið og hjálpum þér að gera hugmynd að veruleika!

Hvaða þjónusta hentar þér best?

 
  • Þú getur mætt í verslunina og fengið ókeypis ráðgjöf í eldhúsinnréttingadeild alla virka daga.
     
  • Þú getur einnig pantað tíma í ráðgjöf til að vera viss um að komast strax að. Athugaðu að ráðgjöfin fer einungis fram á staðnum, ekki er hægt að fá símafund.
     
  • Ráðgjafar sjá um almenna ráðgjöf og frágang pantana.
     
  • Dæmi um ráðgjöf: hjálp við að fylla út hönnunarbeiðni, verðhugmynd gefin og aðstoð við val á innréttingum.
     
  • Áður en þú mætir vertu viss um að vera með málin af eldhúsinu eða notandaaðganginn þinn að IKEA Home Planner teikniforritinu ef teikning er til staðar.
     
  • Hægt er að fá pantanir afgreiddar 24 tímum eftir að gengið er frá kaupum.
  Bóka ráðgjöf í eldhúsinnréttingardeild
 
  • Reyndir teiknarar teikna teikna eldhúsið upp fyrir þig án endurgjalds.
     
  • Þú byrjar á að fylla út hönnunarbeiðni og ferð þá á biðlista eftir teikningu. Biðlisti eftir teikningu eru 3-5 virkir dagar.
     
  • Áður en þú sendir inn hönnunarbeiðni mælum við með því að þú kynnir þér vöruúrvalið og hafir sem nákvæmastar upplýsingar um eldhúsið.
     
  • Teiknarar okkar teikna upp eldhúsið í þrívídd út frá hönnunarbeiðni og fylgiskjölum.
     
  • Teiknari sendir þér tillögu ásamt athugasemdum og í samvinnu við þig verður draumarýmið að veruleika.
     
  • Þegar endanleg teikning liggur fyrir mun teiknarinn útbúa lokaverð sem þú notar til að ganga frá kaupum.
     
  • Hægt er að hafa samband við teiknistofu í tölvupósti í netfangið teikningar@ikea.is eða pantað símatíma eða netfund til að fara yfir teikninguna með teiknara.
     
  • Persónuleg þjónusta fylgir þér í gegnum allt ferlið. Teikningarnar og samskiptin eru geymd í ákveðin tíma og því er hægt að hafa samband við teiknarann eftir kaupin.
            Fylla út hönnunarbeiðni
 
  • Þú getur notað teikniforritin okkar til þess að skapa og skipuleggja eldhúsið eftir þínu höfði.
     
  • Þú getur alltaf vistað teikninguna og haldið áfram með hana síðar.
     
  • Einfalt í notkun: þú setur inn málin og skilgreinir rýmið.
     
  • Forritið kemur þá með tillögur að mismunandi samsetningum.
     
  • Þú getur síðan breytt teikningunni eftir þörfum.
     
  • Þú getur einnig haft samband við teiknistofu sem vinnur úr teikningunni þinni í samvinnu við þig.
        Teikniforrit fyrir eldhús
 
  • Þjónustan er skipuð fyrirtækjaráðgjöfum sem þekkja vel vöruúrval og þjónustuleiðir IKEA.
     
  • Veitt er teikniþjónusta og ráðgjöf við val á innréttingum og skipulagningu ásamt öðrum lausnum án endurgjalds.
     
  • Ráðgjafar veita persónulega þjónustu og spara þér bæði tíma og fyrirhöfn með því að halda utan um kaupferlið.
     
  • Tínsluþjónusta og utanumhald hvort sem vörurnar eru sóttar eða sendar - sparar þér ferðirnar og þar með fjármuni.
     
  • Þegar kemur að stærri verkefnum (t.d. blokkir eða fjölbýlishús) er hægt að óska eftir yfirumsjón frá sérstökum ráðgjöfum sem tryggja að allar vörur séu til staðar fyrir uppsetningu.
     
  • Hægt er að sérpanta vörur ef um mikið magn er að ræða.
            Skoðaðu nánar

Nýja IKEA eldhúsið

Kynntu þér ferlið í bæklingnum. Hann leiðir þig áfram skref fyrir skrefn við hönnun mælingar, kaup og uppsetingu á nýja IKEA eldhúsinu þínu

 

Kynntu þér allt ferlið hér (pdf)
nýja IKEA eldhúsið bæklingur

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X