Þitt fyrirtæki, á þinn hátt. Hvort sem þú ert að stofna nýtt fyrirtæki eða langar að breyta til og bæta getur þú leitað ráðgjafar hjá Fyrirtækjaþjónustu IKEA. Starfsfólk fyrirtækjaþjónustunnar getur veitt þér ráðgjöf og teiknað eldhúsið, baðherbergið og fleiri rými.

Nánar um Fyrirtækjaþjónustu IKEA

Þarftu aðstoð?

 

Þér er velkomið að hafa samband við okkur. Bókaðu ráðgjöf og/eða sendu inn pöntun með því að senda póst á sala@IKEA.is

Fyrirspurnir í síma 520 2500 milli kl. 11 og 12 virka daga. Athugið að ekki er tekið við pöntunum símleiðis.
Hægt er að skrá sig á póstlista fyrirtækjaþjónustunnar hér

Ertu að versla fyrir fyrirtæki? Við leiðum þig í gegnum ferlið hér.

Finndu innblástur fyrir atvinnurýmið þitt


Viltu hitta fyrirtækjaráðgjafa

Er kominn tími á að endurinnrétta vinnustaðinn eða vantar þig aðstoð við að velja nýja stóla í atvinnurými? Ráðgjafar Fyrirtækjaþjónustunnar hjálpa þér að finna bestu lausnina fyrir fyrirtækið þitt. Það kostar ekkert að hitta ráðgjafa og fundurinn getur farið fram í verslun IKEA, á vinnustaðnum þínum eða í gegnum fjarfundarbúnað.
Óskaðu eftir fyrirtækjaráðgjöf

Smelltu hér til að óska eftir fyrirtækjaráðgjöf
Undirbúðu þig

Byrjaðu að hugsa um stíl, liti og efni sem passa við vinnurýmið þitt - skoðaðu innblásturssafnið okkar til að fá hugmyndir. Finndu til grunnmyndir og/eða taktu myndir af rýminu sem þú vilt fá aðstoð við, mældu veggi, lofthæð, glugga, hurðir og annað sem getur haft áhrif á innréttinguna.
Fundur með fyrirtækjaráðgjafa

Innifalið í þjónustunni
  • Fundur með fyrirtækjaráðgjafa (á staðnum eða fjarfundur)
  • Teikning úr IKEA teikniforriti
  • Vörulisti með IKEA vörum
  • Tillaga að þjónustuleiðum
  • Verðáætlun
  • Persónuleg þjónusta og utanumhald

Ný lína fyrir ný vinnubrögð

Kynntu þér nýju MITTZON línuna sem er hönnuð fyrir sveigjanleika nútímans. Línan er hönnuð til að aðlagast vinnuumhverfi nútímans og styðja við sköpun og framleiðni. Hannaðu fallegt og faglegt skrifstofuumhverfi sem ýtir undir vellíðan.

Skoðaðu MITTZON línuna

Skoðaðu úrvalið af skrifstofustólum og borðum


Vinsælar vörulínur


Allt fyrir skrifstofuna

Skoðaðu kaupleiðbeiningarnar

 

Öll aðstoðin sem þú þarft til að láta draumana rætast

Þarftu örlitla aðstoð við að klára verkefnið? Vilt þú kannski fá einhvern til að sjá um það fyrir þig? Ekkert mál. Skoðaðu allar þjónustuleiðirnar okkar hér á síðunni og þú getur hafist handa strax í dag!

Skoða allar þjónustuleiðir

Afgreiðslutími

Kynntu þér afgreiðslutímann

Lestu nánar hér

Teikniforrit

Með teikniforritunum okkar getur þú séð um hönnunina.

Lestu nánar hér

Sendingarþjónusta

Komast vörurnar ekki í bílinn? Við getum sent þér þær.

Lestu nánar hér

Ábyrgð

Kynntu þér ábyrgðarskilmálana.

Lestu nánar hér

teikniforrit bað

Skoðaðu öll hönnunar og skipulagsforrit

Með hönnunar og skipulagsforritunum okkar getur þú séð um hönnunina!

teikniforrit bað

Hannaðu skrifstofuna þína á vefnum

Njóttu þess að skipuleggja og teikna upp nýju skrifstofuna í teikniforritinu okkar. Forritið býður upp á búnað sem hentar bæði til notkunar á heimilum og í atvinnuskyni.

Skipulagsforrit fyrir METOD eldhús

Hvort sem þú ert meira fyrir hefðbundinn stíl, elskar látlausan nútímastíl eða ert einhvers staðar þar á milli þá finnur þú það sem hentar þér. Öll METOD eldhúsin eru með 25 ára ábyrgð.

teikniforrit bað

Hannaðu baðherbergið

Notaðu baðherbergisteikniforritið til að finna lausnina sem hentar baðherberginu þínu.

PAX teikniforrit

Með því að raða saman skápum og hurðum úr PAX línunni og innvolsi úr KOMPLEMENT línunni, getur þú hannað fataskáp sem er sérsniðinn að þínum þörfum.

BESTÅ teikniforrit

Í BESTÅ línunni færð þú nútímalegar gæðahirslur sem þú getur sett saman og aðlagað svo þær henti þínum þörfum, stíl og rými.

IKEA vörur í umhverfisvottað húsnæði

Margar IKEA vörur eru samþykktar til notkunar í umhverfisvottuð húsnæði.
Vilji viðskiptavinir okkar kaupa vörur sem uppfylla kröfur umhverfisvottunarkerfa fyrir byggingar geta þeir fengið upplýsingar um hvaða vörur eru þegar samþykktar, og jafnvel óskað eftir að fá vöru bætt á lista vottunarkerfanna ef þess er óskað. Sem dæmi fyrir HPP og SCDP gagnagrunna Norræna Svansins væri upplýsingum skilað til Umhverfisstofnunar í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur) og má þá í kjölfarið nota í verkefnum sem vinna eftir þeim viðmiðum án þess þó að varan væri Svansvottuð. Tiltækir listar hjá eigendum kerfanna eru því ekki tæmandi fyrir þær vörur IKEA sem standast þessar kröfur en aðeins yfirlit þeirra sem hafa farið í gegnum umsóknarferli.

IKEA vörur bera almennt ekki vottunarmerki um sjálfbærni eða gæði eins og tíðkast hjá sumum framleiðendum. Stærð keðjunnar og dreifing um allan heim ræður þar mestu um enda eru nánast öll vottunarkerfi staðbundin við eina álfu eða jafnvel minna landfræðilegt svæði eins og Norræni Svanurinn sem við þekkjum vel hér á landi. Í heiminum eru um 350 sjálfbærnivottunarmerki og af þeim eru yfir 230 sem gætu náð yfir starfsemi IKEA vörumerkisins. Hugmyndafræði IKEA er sú að vörumerkið sé gæðamerki út af fyrir sig þar sem vörurnar fara í gegnum strangt ferli sjálfbærni-, gæða- og öryggiskrafna á pari við þær sem vottunarmerki byggja á. Það er þó fjarri lagi að IKEA taki afstöðu gegn vottunum og treystir mikið á svokallaðar B2B-vottanir fyrir sína hráefnisbirgja, eins og FSC fyrir timburafurðir og MSC og ASC fyrir sjávarafurðir.

Vörur sem stuðla að sjálfbærni
Vörur IKEA stuðla flestar að aukinni sjálfbærni á einn eða annan hátt. Við vinnum okkur í átt að fyrirtæki sem byggir á hringrásarhagkerfinu þar sem ósnortnar auðlindir jarðar eru ekki undirstaðan í rekstrinum. Með því að minnka notkun hráefna án þess að það bitni á gæðunum, notkun endurunninna hráefna eins og plasts eða timburafurða, hönnun húsbúnaðar sem auðveldur er í endurnýtingu og endurvinnslu og mikilli takmörkun á hvaða efni eru heimil við framleiðsluna færumst við nær þeirri hugmyndafræði. Vörurnar okkar eru hannaðar og framleiddar af fólki sem treystir á sanngjörn, þýðingarmikil og sómasamleg störf sem styður við þeirra menningarheima og uppruna. Á milli hvítmálaðra kommóða finnum við litríkar og skapandi vörur sem sumar hverjar styrkja eða varðveita menningararfleifð þeirra sem á bak við hana standa og prýða milljónir heimila og fyrirtækja um allan heim. IKEA fylgir því eftir við birgjana sína um allan heim að þeir standist strangar kröfur sem settar eru fram í IWAY staðlinum og nær þannig að eiga samstarf við fyrirtæki með svipaða hugmyndafræði. Sjálfbærnin er ekki einföld en IKEA leitast við að finna sem flestar leiðir til að stuðla að sjálfbærni í sinni virðiskeðju. Þess vegna hefur verið auðsótt að fá vörur okkar samþykktar hjá umhverfisvottunarkerfum fyrir byggingar.

Hér getur þú skoðað hvernig ólík fyrirtæki nota IKEA vörur á sniðugan hátt.

eldhúsþjónusta

Innlit

Kaffi Kanil

eldhúsþjónusta

Innlit

ICEWEAR GARN

Innlit

EKOhúsið

Innlit

Skýið

Innlit

Alvotech


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X