Vörurnar okkar eru hannaðar til að uppfylla strangar alþjóðlegar kröfur um gæði og endingu. Gæðaprófanir eru byggðar á raunverulegum aðstæðum en það er hluti af stefnu IKEA hvað varðar góða hönnun á lágu verði.

Ábyrgð gildir eins lengi og upp er gefið fyrir hverja vöru fyrir sig. Ábyrgðin tekur gildi á kaupdegi.

Þú mátt líka skipta um skoðun. Betri skipti- og skilaréttur á ónotuðum vörum þýðir meira frelsi fyrir þig.

Verðið í IKEA vörulistanum á að vera það sama og í IKEA versluninni. Það hefur þótt sjálfsögð neytendavernd að tryggja óbreytt verð í eitt ár frá útgáfu hvers vörulista. Við munum gera allt sem hægt er til að svo verði áfram, þrátt fyrir óvissu sem ríkir í efnahags- og gengismálum þjóðarinnar. Stærsta hagsmunamál okkar er að þú getir ávallt gengið að gæðavöru fyrir heimilið þitt á sanngjörnu verði. Þú getur einnig treyst því, að reynast verðhækkanir með öllu óhjákvæmilegar, munum við lækka verðið aftur um leið og svigrúm myndast.

Verslað á netinu

Ef þú kemst ekki til okkar er hægt að versla á vefsíðunni, senda tölvupóst eða hringja í okkur. Á vefsíðunni er að finna flestar af þeim vörum sem fást í versluninni og hægt er að ganga frá kaupum með því að smella á „Setja í körfu“. Þá færist varan sjálfkrafa í innkaupakörfu sem staðsett er ofarlega til hægri á síðunni. Alltaf er hægt að skoða körfuna eða velja að ganga frá kaupum.

Athugið að verð, myndir og vörulýsingar á netinu og í vörulista eru birtar með fyrirvara um villur. Ef lítið er til af vörunni þegar hún er pöntuð er ekki hægt að tryggja að hún sé til þegar gengið er frá netpöntun eða þegar komið er í verslunina. Eins geta verið fjöldatakmarkanir vegna sérstakra tilboða sem eru í gangi í stuttan tíma. Á opnunartíma er alltaf hægt að fá nánari upplýsingar um birgðastöðu og annað með því að hringja í þjónustuverið í síma 520 2500 eða senda tölvupóst á IKEA@IKEA.is


Ábyrgð

Kynntu þér ábyrgðarskilmálana.

Lestu nánar hér

Skilaréttur

Kynntu þér skilareglur IKEA

Lestu nánar hér

Vafrakökur

Kynntu þér stefnu IKEA um vafrakökur

Lestu nánar hér

Persónuverndarskilmálar

Kynntu þér persónuverndarskilmála IKEA

Lestu nánar hér

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X